Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

77. fundur 28. maí 2008 kl. 18:00 - 19:30

77. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum miðvikudaginn 28. maí  2008 kl. 18:00. 


Mætt á fundi:            Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Hjördís Árnadóttir,

                                 Þórður Guðjónsson

 Áheyrnarfulltrúar:

Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla

Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi  foreldra leikskólabarna

                                                           

Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.


 

1. Viðræður við stjórnendur FVA. Á fundinn mættu Hörður Helgason skólameistari og Atli Harðarson aðstoðarskólameistari. Hörður byrjaði á að nefna  að nú eru ný lög um framhaldsskóla  væntanleg. Hörður taldi skynsamlegt að Akraneskaupstaður markaði sér menntastefnu sem tæki til allra skólastiga. Síðan ræddi Hörður um hvaða tækifæri grunnskólanemendur hafa til að stunda nám á framhaldsskólastigi samhliða námi í grunnskóla. Nemendum í 9. bekk sem náð hafa góðum árangri stendur til boða að stunda fjarnám við FVA næsta vetur. Atli taldi að einnig þurfi að ræða um félagslíf elstu grunnskólanemenda og yngstu nemendur FVA eins og ?vika unga fólksins? bauð upp á nú í vor. Kennari frá FVA hefur séð um náttúrufræðikennslu í Brekkubæjarskóla og sömuleiðis sækir hópur nemenda NAT 103 á vorönn. Verið er að ljúka skýrslu um þetta samstarf. Einnig nefndi Atli samstarf sem hefur verið í raf- og máliðnaðargreinum fyrir 10. bekkinga og áhugi á að bjóða nemendum grunnskólanna upp á valgreinakennslu í trésmíði á sama hátt. Einnig hefur listgreinakennsla verið sameiginleg fyrir nemendur grunn- og framhaldsskóla. Einnig voru umræður um þá nemendur sem ekki fara í framhaldsskóla eða hætta eftir fyrstu önn. Rætt um þjónustu við þennan hóp. Atli telur að ekki sé besta leiðin að bjóða grunnskólanemendum sem ráða við nám á framhalds-skólastigi upp á nám með fjarnámssniði en það verður þó í boði í haust. Málin rædd.  

2. Málefni grunnskólanna. Sigurður Arnar gerði grein fyrir skólastarfinu í Grundaskóla. Frá sl. vori  fjölgaði nemendum verulega. Talsvert hefur verið um langtímaveikindi starfsmanna. Nýtt stjórnkerfi hefur verið reynt í vetur og enn er verið að þróa stjórnskipulagið. Um þriðjungur nemenda í 10. bekk hefur verið í fjarnámi/framhaldsskólanám í vetur. Sérkennslan hefur verið á hrakhólum hvað varðar húsnæðismál. Varðandi ráðningar næsta vetur er búið að ganga frá flestum lausum endum. Næsta haust verður farið í að endurskoða félagsmál nemenda. Arnbjörg sagði síðan frá því sem efst var á baugi í Brekkubæjarskóla þetta skólaárið. Starfsmannhald vegna næsta skólaárs lítur nokkuð vel út. Í vetur hefur verið starfandi sjálfsmatsteymi sem hefur verið að vinna að áætlunargerð. Valgarður L. Jónsson aðstoðarskólastjóri hefur sagt upp störfum. Arnbjörg hefur hug á að breyta stjórnun skólans og fjölga deildarstjórum og endurskoða verksvið þeirra. Í nýjum lögum vegna grunnskóla sem væntanlega verða samþykkt í þessari viku er heimilt að sleppa að ráða aðstoðarskólastjóra.

 3.Önnur mál. Með fundarboðinu var send skýrsla um starfið í móttökudeild sem sett var á fót í Grundaskóla um áramót. Sigurveig Kristjánsdóttir hefur haft umsjón með þessum hópi nemenda og tekið saman helstu þætti í starfinu. Nemendur sem nutu þjónustu deildarinnar voru 24. Umræður urðu um efni skýrslunnar.  Skólanefnd mælir með áframhaldandi starfi móttökudeildar.

  Fleira ekki gert fundi slitið kl.  19:30

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00