Skólanefnd (2000-2008)
78. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Grundaskóla miðvikudaginn 10. september 2008 kl. 17:30.
Mætt á fundi: Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður
Ólöf Ólafsdóttir, varamaður
Halla I. Guðmundsdóttir
Sveinn Kristinsson, varamaður
Þórður Guðjónsson
Áheyrnarfulltrúar:
Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla
Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla
Kristinn Pétursson, fulltrúi starfsfólks grunnskóla
Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.
Grundaskóli er áfram móðurskóli í umferðarfræðslu og lýsti Sigurður því hve umfangsmikið verkefnið er og að margvíslegar afleiðingar gætu séð dagsins ljós á næstu árum. Einnig sagði hann frá því að starfsfólkið er á leið til BNA til að dýpka þekkingu á ?Uppeldi til ábyrgðar?. Fjórði söngleikur Grundaskóla, Vítahringur, verður frumsýndur í nóvember. Skólanámskráin verður endursamin frá grunni og byggð upp á nýjan hátt út frá öðrum markmiðum. Breytingar hafa verið gerðar á skóladagvist þannig að hópurinn er tvískiptur annars vegar 1. og 2. bekkur og hins vegar 3. og 4. bekkur.
Arnbjörg sagði frá áherslum í Brekkubæjarskóla en þær byggja áfram á þróun á Góður og fróður og Grænfánaverkefnið. Unnið er að verkefninu Skáld á Skaga og verður afraksturinn kynntur á Vökudögum. Unniðr verður að endurvinnslu á almenna hluta skólanámskrárinnar og lýkur þeirri vinnu væntanlega fyrir skólalok. Arnbjörg sagði frá því að börn flóttamannanna munu koma í skólann í næstu viku. Túlkur mun starfa með skólanum og búið er að ráða kennara til að sinna íslenskukennslu. Í Brekkubæjarskóla verur síðan unnið með kynningu meðal nemenda og fræðsludagur var meðal starfsfólks í upphafi skólaárs.
Samstarf við FVA. Áfram verður unnið að þróun samstarfs milli grunnskólanna og FVA. Nemendur í Grundaskóla eru í fjarnámi í Verslunarskólanum auk samstarfs við FVA.
Grundaskóli er fullnýttur en Selið er nýtt fyrir sérkennslu og móttökudeild og er mikilvæg viðbót. Sigurður ítrekaði að endurbætur á verknámsálmu skólans eru aðkallandi. Hann minnti einnig á að áform voru um að ráðast í endurbætur á loð í kjölfar endurbóta á lóð Brekkubæjarskóla. Einnig minnti hann á nauðsyn þess að endurnýja húsmuni sog og stækkun mótuneytis og eldhúss. Arnbjörg greind frá því að miklar endurbætur voru unnar á Þekjunni í sumar og er að sjá fyrir endann á þeim. Endurbótum á lóð og klæðing skólans er að ljúka. Rætt um umferðarmál í kringum skólana.
2. Bréf menntamálaráðuneytisins dags. 28.5.2008. Niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2008. (bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar skólanefndar) Arnbjörg sagði að matið hefði verið gagnlegt og væri veganesti til framtíðar.
3. Önnur mál. Skólanefnd óskar Grundaskóla til hamingju með að landsátakinu ?Göngum í skólann? var hleypt af stokkunum í skólanum í morgun.
Fundi slitið kl. 18:50