Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

79. fundur 29. september 2008 kl. 17:30 - 19:00

79. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Akraseli mánudaginn 29. september 2008 kl. 17:30.


Mætt á fundi:            Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                               Ingibjörg Valdimarsdóttir

                               Ingþór B. Þórhallsson

                               Díana Carmen Llorens, varamaður

                               Halla I. Guðmundsdóttir

                               Þórður Guðjónsson 

Áheyrnarfulltrúar:

Guðbjörg Þórisdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra                              

Fundinn sat einnig Svala Hreinsdóttir, verkefnisstjóri sem skrifaði fundargerð.   


1.    Vetrarstarf leikskólanna.

Helga Gunnarsdóttir setti fundinn og fór yfir dagskrá. 

Brynhildur Björg Jónsdóttir, leikskólastjóri Vallarseli kynnti starfssemi Vallarsel skólaárið 2008-2009.  Verkefni skólans er heimspeki og tónlist.  Í apríl tók leikskólinn þátt í að kynna verkefnið á ráðstefnu á Akureyri og mun kynna verkefnið á þingi menntavísindasviðs í október.  Fengu styrk að upphæð 900 þ kr. frá Menntamálaráðuneytinu til verkefnisins.  Stefna á náms- og kynnisferð til Svíþjóðar á vorönn, fengu að færa til starfsdaga vegna þessarar ferðar með samþykki skólanefndar.  Ósk kom frá Menntavísindasviði HÍ um að Vallarsel yrði heimaskóli fyrir kennaranema en ákveðið að verða ekki við því að sinni, vegna ýmissa verkefna sem eru fyrirsjáanleg í vetur sem taka mikinn tíma.  Elstadeildin í Vallarseli mun halda tónleika í Tónbergi á Vökudögum.  Kynningarfundur verður haldinn fyrir foreldra barna í Vallarseli þann 10. Nóv. nk.  Einn pólskur leikskólakennari í starfi í Vallarseli. 

Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri kynnti starfið í Teigaseli skólaárið 2008-2009.  Aldurshrein yngsta deild þetta skólaárið getur verið flókið í litlum leikskóla.  Tveir pólskir starfsmenn, annar leikskólakennari.  Tveir leiðbeinendur í leikskólakennaranámi og Guðbjörg er einnig í námi í vetur samhliða starfi.  Skólanámskráin í endurskoðun og verður tengt betur stærðfræðinni.  Þann 6. September sl. átti Teigasel 10 ára afmæli.  Starfsdagur 18. Nóvember nk. farið verður í skoðunarferð í leikskóla í Borgarbyggð.  Þriðji veturinn hafinn í stærðfræðirannsókn sem Teigasel hefur verið þátttakandi í.  Starfsmannavelt nokkur í haust vegna ýmissa ástæðna, erfitt hefur verið að ráða í staðinn.  Teigasel er heimaskóli Menntavísindasviðs.   

Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri Garðasels, kynnti starfssemi Garðasels skólaárið 2008-2009.  Garðasel starfar nú aftur með þrjár deildir.  Tveir leiðbeinendur eru í kennaranámi, fjórir kennarar í útikennslu í náttúrufræði auk þess sem Ingunn er í námi með starfi.  Garðasel er heilsuleikskóli og er með skipulagða leikfimistíma vikulega ásamt annarri skipulagðri hreyfingu.  Gefa út dyggðarvísa sem fer heim með börnunum.  Ársáætlun hefur verið gerð fyrir Garðasel.  Þetta skólaárið er ekkert barn af erlendum uppruna í skólanum.  Skólaþróun ? námsáætlanir eru gerðar fyrir hverja deild.  Garðasel ætlar að skoða uppeldi til ábyrgða hvernig hægt er að aðlaga það að starfseminni í Garðseli.  Garðasel er heimaskóli Menntavísindasviðs.  Heilsuefling starfsfólks með heilsufarsbók er nýtt verkefni.  Ráðstefna heilsuleikskóla í nóvember nk. og tekur Garðasel þátt í þeirri ráðstefnu.  Endurnýjun á lóð hefur tekið tíma og tímamörk hafa staðist illa en lóðin vel heppnuð.  Þakið lekur enn þrátt fyrir að skipt hafi verið um glugga í kvistum.   

Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akrasels byrjaði að kynna nýtt merki fyrir leikskólann. Leikskólinn starfar nú í 4 deildum þar af er ein deild staðsett í salnum. Leikskólinn mun leggja áherslu á umhverfismennt í víðum skilningi. Framundan er mikið starf að móta menningu leikskólans og útfæra starfsáherslur. Einkennisorð leikskólans eru: Náttúra ? Næring ? Nærvera. Anney kynnti símenntunaráætlun skólans sem tekur mið af einkennisorðunum. Leikskólinn mun sækja um að vera Grænfánaskóla. Þau leikskólabörn sem eru í hópi flóttamanna eru byrjuð í aðlögun í Akraseli. Anney sagði frá því að innra mati sem er fyrirhugað er að nota og heitir ?Barnið í brennidepli?. Reiknað er með að allt húsnæðið verði allt tilbúið um miðjan desember. Mörg ögrandi verkefni eru framundan í vetur svo sem að skrifa deildar- og skólanámskrár. Rætt um útikennslu, jógakennslu og flokkun úrgangs og moltugerð.  

2.    Önnur mál. Anney sýndi fundarmönnum skólann.

Fundi slitið kl. 19:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00