Fara í efni  

Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)

35. fundur 30. október 2013 kl. 20:00 - 21:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Sævar Freyr Þráinsson aðalmaður
  • Guðni Tryggvason aðalmaður
  • Katla María Ketilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðjón Steindórsson verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón Steindórsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir um styrki 2013 vegna Langasands og Breiðar

1303032

Ferðamálastofa auglýsir eftir umsóknum um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Fyrir fundinum liggja framvinduskýrslur fyrir Breiðina og Langasand, en styrkir frá síðustu úthlutun 2013, voru 3.4 mkr. vegna Breiðarinnar og 2 mkr. vegna Langasands. Taka þarf afstöðu til hvort sækja eigi um styrki fyrir árið 2014, en umsóknarfrestur er til 5. nóvember n.k.

Nefndin leggur til að formaður nefndarinnar kanni hvort grundvöllur sé fyrir að sækja um fullan styrk til áframhaldandi verkefna við Breiðina og Langasand þó verkefnum frá 2013, sé ekki lokið.

Einnig hefur nefndin áhuga á að sækja um styrk til að fara í viðgerðir inn í eldri vitanum.

2.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál

1305112

Verkefnastjóri fór yfir til upplýsingar, þau verkefni sem hann hefur unnið við á tímabilinu maí 2011 til nóvember 2013, ásamt lista yfir þau verkefni sem eru í vinnslu.

3.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál

1305112

Starfslok verkefnastjóra.

Þar sem verkefnastjóri var að láta af störfum er honum þakkað fyrir gott samstarf og vel unnin störf.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00