Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)
1.Starf markaðs- og kynningarfulltrúa Akraneskaupstaðar
1312068
2.Markaðsstofa Vesturlands - ýmis mál
1401041
Minnisblað verkefnastjóra um framvindu mála í atvinnu- og ferðamálum.
3.Fjárveiting til Vitans 2014
1312038
Bæjarstjórn Akraness samþykkti að veita fjárhæð, kr. 600.000,- til að halda Akranesvita opnum sumarið 2014.
Starfshópi í atvinnu- og ferðamálum er falið að útfæra tillöguna, meðal annars með tilliti til gjaldtöku í vitanum.
4.Stefnumótunarvinna í atvinnumálum 2014
1312041
Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður starfshópsins kynnti samantekt eftir stefnumótunarfund sem haldinn var 30. nóvember sl. í Tónbergi. Samantektin var unnin út frá hópavinnu á fundinum og verður notuð til mótunar á nýrri stefnu í atvinnumálum á Akranesi. Starfshópurinn felur verkefnastjóra að útbúa kynningarefni úr samantektinni til að birta á heimasíðu bæjarins ásamt því að senda þátttakendum af stefnumótunarfundinum afrit í pósti. Starfshópurinn mun hitta fundarstjóra á næsta fundi til að taka næstu skref í stefnumótunarvinnunni.
5.SSV - starfshópur um skipulag SSV
1401046
Lagt fram.
6.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál
1305112
Starfshópurinn fagnar því að óvissu sé eytt er varðar sementsverksmiðjureitinn og er sannfærður um að það muni færa kaupstaðnum tækifæri í framtíðinni, m.a. í atvinnu- og ferðamálum.
Starfshópurinn fagnar einnig ákvörðun Norðanfisks um fjárfestingu á húsnæði fyrir rekstur fyrirtækisins á Akranesi.
Fundi slitið - kl. 22:00.
Bókun bæjarráðs frá 12. desember sl. til kynningar.