Fara í efni  

Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)

34. fundur 09. október 2013 kl. 20:00 - 23:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Guðni Tryggvason aðalmaður
  • Helga Rún Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sævar Freyr Þráinsson aðalmaður
  • Katla María Ketilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðjón Steindórsson verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón Steindórsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Upplýsingamiðstöðin á Akranesi - málefni

1306020

Tillaga til skoðunar að rekstri upplýsingamiðstöðvarinnar 2014 og áætlun um kostnað vegna opnunar Vitans fyrir árið 2014.

Ákveðið var að verkefnastjóri skoði rekstarfyrirkomulag á öðrum upplýsingamiðstöðvum í sambærilegum sveitarfélögum, fyrir næsta fund og skili þá af sér til starfshópsins umsögn um kosti og galla við fyrirkomulag á þeim stöðum sem skoðaðir eru.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - starfshópur um atvinnu- og ferðamál

1309166

Drög að fjárhagsáætlun 2014 fyrir starfshópinn.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun starfshópsins fyrir 2014 til áframhaldandi umræðu.

3.Stefnumótunarfundur um atvinnu- og ferðamál

1308163

Undirbúningur að almennum stefnumótunarfundi í atvinnu- og ferðamálum.

Fram fóru umræður og og skoðaðar hugmyndir varðandi fundarstað og vinnu vegna undirbúnings að stefnumótunarfundinum.

Fyrirhugað er að hann verði haldinn í húsakynnum Tónlistarskólans þann 30 nóvember n.k.

4.Upplýsingaskilti

1304051

Tillaga að staðsetningu á fimm stöðum við þjóðveg 1 og veg 51 á leiðinni til Akraness.

Lögð var fram áætlun um kostnað við gerð og uppsetningu skiltanna.

Áætlað að búið verði að setja niður öll skiltin að þremur árum liðnum.

Fundi slitið - kl. 23:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00