Fara í efni  

Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)

32. fundur 28. ágúst 2013 kl. 20:00 - 10:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Guðni Tryggvason aðalmaður
  • Helga Rún Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Katla María Ketilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðjón Steindórsson verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón Steindórsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vitinn - félag áhugaljósmyndara - húsnæðismál

1304032

Hilmar Sigvaldason sagði frá starfseminni sem verið hefur í vitanum á Breiðinni sumarið 2013. Í lok ágúst hafa 2155 gestir heimsótt Vitann. Unnið er að fyrirkomulagi með opnun í vetur.

2.Upplýsingamiðstöðin á Akranesi - málefni

1306020

Fjöldi ferðamanna í upplýsingamiðstöð ferðamanna í lok ágúst eru 946 en á sama tíma í fyrra 861. Rætt var um opnun í vetur í samstarfi við starfsfólk Símenntunar Vesturlands.

3.Stefnumótunarfundur um atvinnu- og ferðamál

1308163

Umræður voru um fyrirkomulag og væntanlegt efni á almennum fundi um stefnumótun í atvinnu- og ferðamálum. Markmið fundarins voru:

1. Að efla fyrirtæki sem eru á Akranesi til að auka verðmætasköpun og sjölga störfum.

2. Að fá ný fyrirtæki til Akraness, til að auka fjölbreytni og fjölga störfum.

4.Upplýsingaskilti

1304051

Rætt um uppsetningu og staðsetningu á upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn, sem áhugi er fyrir að setja upp við þjóðveginn og við Akraneskaupstað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00