Fara í efni  

Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)

40. fundur 05. febrúar 2014 kl. 20:00 - 22:25 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Sævar Freyr Þráinsson aðalmaður
  • Guðni Tryggvason aðalmaður
  • Helga Rún Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Katla María Ketilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótunarvinna í atvinnumálum 2014.

1312041

Guðfinna S. Bjarnadóttir kynnir samantekt vinnuhópa eftir stefnumótunarfund í atvinnumálum sem haldinn var í nóvember síðastliðinn.

Ákvörðun tekin um næstu skref í stefnumótunarvinnunni.

2.Fjárveiting til Vitans 2014

1312038

Á fundi bæjarstjórnar Akraness, sem haldinn var þann 10. desember 2013, var m.a. fjallað um fjárveitingu til að hægt sé hafa Akranesvita opinn sumarið 2014.
Bæjarstjórn Akraness samþykkti að veita fjárhæð, kr. 600.000,- til að halda Akranesvita opnum sumarið 2014.
Starfshópi í atvinnu- og ferðamálum er falið að útfæra tillöguna, meðal annars með tilliti til gjaldtöku í vitanum

Rætt hefur verið við Hilmar Sigvaldason um að sjá um opnum vitans í sumar og er það von starfshópsins að hann taki það að sér í ljósi framlags hans til kynningar á vitanum sl. ár.

3.Markaður á Akranesi sumarið 2014

1401195

Ein af fjölmörgum hugmyndum sem komu fram á stefnumótunarfundi um atvinnumál sem haldinn var á Akranesi þann 30. nóvember sl., var að setja á laggirnar fjölbreyttan markað á Akranesi, bæði með matvæli og annan varning. Bæjarráð hefur vísað tillögunni til umsagnar starfshóps um atvinnu- og ferðamál.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að unnið verður áfram að verkefninu með uppbyggingu miðbæjarins í huga.

4.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál

1305112

Opnir kynningarfundir á hugmyndum bæjarbúa um uppbyggingu atvinnu- og ferðamála á Akranesi.

Ákvörðun tekin um að auglýsa eftir mótuðum hugmyndum fyrir uppbyggingu atvinnu- og ferðamála. Áætlað er að halda opna kynningarfundi þar sem bæjarbúum er gefinn sá kostur að kynna hugmyndir sínar fyrir áhugasömum.

5.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál

1305112

Minnisblað verkefnastjóra lagt fram til kynningar.

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 22:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00