Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)
Dagskrá
1.Stefnumótunarvinna í atvinnumálum 2014
1312041
Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður kynnir drög að atvinnumálastefnu Akraneskaupstaðar með aðstoð Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Tillaga um kynningarfund lögð fram til samþykktar.
2.Markaður á Akranesi sumarið 2014
1401195
Hlédís Sveinsdóttir kemur inn á fundinn og kynnir matarmarkaðinn sem haldinn verður á Akranesi í sumar.
Starfshópurinn þakkar fyrir upplýsandi erindi.
3.Starf ferðamálafulltrúa
1402276
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri gerir grein fyrir ráðningu Hannibals Haukssonar ferðamálafulltrúa Akraneskaupstaðar.
Starfshópurinn tekur vel í ráðningu ferðamálafulltrúa.
4.Sementsverksmiðjan - útleiga
1403169
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri gerir grein fyrir auglýsingu um húsnæði á Sementsreit sem verða auglýst til leigu í bæði Póstinum og Skessuhorni í vikunni.
5.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál
1305112
HB Grandi og Silicor Materials.
Upplýst um áform HB Granda um vinnslu á Akranesi og hugsanlegum áformum Silicor Materials á Grundatangasvæðinu.
Fundi slitið - kl. 22:30.
Samþykkt var að halda opinn kynningarfund um drög að atvinnustefnu Akraneskaupstaðar þann 14. apríl 2014.