Fara í efni  

Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)

42. fundur 02. apríl 2014 kl. 20:00 - 22:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Sævar Freyr Þráinsson aðalmaður
  • Guðni Tryggvason aðalmaður
  • Helga Rún Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Katla María Ketilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótunarvinna í atvinnumálum 2014

1312041

Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður kynnir drög að atvinnumálastefnu Akraneskaupstaðar með aðstoð Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Tillaga um kynningarfund lögð fram til samþykktar.

Samþykkt var að halda opinn kynningarfund um drög að atvinnustefnu Akraneskaupstaðar þann 14. apríl 2014.

2.Markaður á Akranesi sumarið 2014

1401195

Hlédís Sveinsdóttir kemur inn á fundinn og kynnir matarmarkaðinn sem haldinn verður á Akranesi í sumar.

Starfshópurinn þakkar fyrir upplýsandi erindi.

3.Starf ferðamálafulltrúa

1402276

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri gerir grein fyrir ráðningu Hannibals Haukssonar ferðamálafulltrúa Akraneskaupstaðar.

Starfshópurinn tekur vel í ráðningu ferðamálafulltrúa.

4.Sementsverksmiðjan - útleiga

1403169

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri gerir grein fyrir auglýsingu um húsnæði á Sementsreit sem verða auglýst til leigu í bæði Póstinum og Skessuhorni í vikunni.

Starfshópurinn fagnar því að húsnæðið sé auglýst og óskar eftir því að fá að taka til umfjöllunar þær umsóknir sem berast og falla undir atvinnumál.

5.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál

1305112

HB Grandi og Silicor Materials.

Upplýst um áform HB Granda um vinnslu á Akranesi og hugsanlegum áformum Silicor Materials á Grundatangasvæðinu.

Fundi slitið - kl. 22:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00