Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

11. fundur 26. september 2011 - 22:00

11. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18,
 mánudaginn 26. september 2011 og hófst hann kl. 20:00

 

Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Sævar Freyr Þráinsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri

Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:

1.  1106158 - Innovit - atvinnu- og nýsköpun
 Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Innovit, mætti til fundarins og kynnti nýsköpunar- og athafnahelgi fyrir nefndinni.
  Mikill áhugi er hjá nefndinni að halda á Akranesi nýsköpunar- og athafnahelgi og var því komið á framfæri við framkvæmdastjóra Innovit. Nánari upplýsingar er hægt að skoða á vefsíðu helgarinnar www.anh.is
  
2.  1107114 - Atvinnumálanefnd
 Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. september 2011 tilnefningu í starfshóp um atvinnumál. Starfshópinn skipa Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður, Hörður Svavarsson, Ólafur Adolfsson, Guðni Tryggvason og Sævar Freyr Þráinsson.
 Erindisbréf lagt fram.
   
3.  1109059 - Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins
 Könnun á ferðatilhögun Akurnesinga milli Akraness og höfðuborgarsvæðisins.
 Farið var yfir drög að könnun á ferðatilhögun Akurnesinga milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Verkefnastjóra er falið að vinna úr athugasemdum nefndarmanna og vinna áfram að könnuninni ásamt því að fá tilboð í framkvæmd hennar.
   
4.  1109151 - Framleiðsla á innrennslislyfjum
 Samningur við Centra, fyrri hluti, vegna framleiðslu innrennslislyfja á Akranesi.
 Starfshópurinn samþykkir að ganga til samninga við Centra fyrir allt að 400 þús.kr. fyrir vinnslu minnisblaðs vegna framleiðslu innrennslislyfja á Akranesi. Jafnframt er búið að sækja um styrk til fjármögnunar verksins sem gæti komið upp í þennan kostnað að öllu leyti.
   
5.  1109152 - Almenningssamgöngur milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins - Vegagerðin
 Uppsögn á samningi Vegagerðarinnar, dags. 21.9.2011, um almenningssamgöngur milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins.
 Lagt fram.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00