Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

12. fundur 09. nóvember 2011 kl. 08:00 - 08:30

12. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 9. nóvember 2011 og hófst hann kl. 08:00.

Fundinn sátu:

Hörður Svavarsson, aðalmaður

Ólafur Adolfsson, aðalmaður

Guðni Tryggvason, aðalmaður

Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður

Sævar Freyr Þráinsson, aðalmaður

Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari

Fundargerð ritaði:  Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari.

Fyrir tekið:

 

1. 1103130 - Starf verkefnastjóra um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum
Umræða um áframhald á starfi verkefnastjóra, en ákvörðun var um ráðningu hans í tímabundið verkefni var til sex mánaða. Sá tími rennur út nú um miðjan mánuðinn.
Atvinnumálanefnd mælir með því við bæjarráð að skoðað verði með áframhald á ráðningu verkefnastjóra í atvinnumálum út kjörtímabilið í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012.  Jafnframt samþykkir atvinnumálanefnd fyrir sitt leyti tímabundna ráðningu verkefnastjóra fram til áramóta.  Bæjarritara falið að leggja málin fyrir bæjarráð til endanlegrar ákvörðunar.
 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 08:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00