Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

13. fundur 16. nóvember 2011 - 02:00

13. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18,
 miðvikudaginn 16. nóvember 2011 og hófst hann kl. 20:15

Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri

Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:

1.  1109151 - Framleiðsla á innrennslislyfjum
 Skýrsla Centra, fyrri hluti.
 Skýrslan lögð fram. Starfshópurinn er sáttur við þá vinnu sem lögð hefur verið í skýrsluna.
   
2.  1109151 - Framleiðsla á innrennslislyfjum
 Framhaldssamningur við Centra.
 Starfshópurinn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að ganga til samninga við Centra um síðari hluta samningsins.
   
3.  1111087 - Ferðatilhögun Akurnesinga - tilboð
 Tilboð vegna könnunar á ferðatilhögun Akurnesinga.
 Tilboð bárust frá 3 aðilum.
 Starfshópurinn leggur til við bæjarráð, að gengið verði til samninga við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri á grundvelli tilboðs þeirra og tillögum SSV. Starfsmönnum SSV ásamt verkefnastjóra og formanni starfshópsins er falið að vinna með RHA við að velja þá aðferð sem hentugust er.
   
4.  1111088 - Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar
 Reglur Akraneskaupstaðar um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.
 Starfshópnum lýst vel á fyrstu drög að reglum og felur verkefnastjóra að fullvinna þau í samræmi við þær athugasemdir sem ræddar voru á fundinum og leggja fyrir næst fund.
   
5.  1111089 - Þjónustuskrá fyrirtækja á Akranesi
 Nefndin felur verkefnastjóra að fá frekari upplýsingar um þjónustuskrá eins og hún er í dag.
   
6.  1111090 - Markaðsráð - stofnun
 Stofnun markaðsráðs.
 Nefndin felur verkefnastjóra, að fá Tómas Guðmundsson, verkefnastjóra Akranesstofu, á næsta fund atvinnumálanefndar til viðræðna um reynslu af Markaðsráði og hugmyndir að endurvakningu þess.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00