Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)
19. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18,
7. maí 2012 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Sævar Freyr Þráinsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.
Fulltrúar bæjarráðs á fundinum voru: Guðmundur Páll Jónsson, Þröstur Þór Ólafsson og Einar Brandsson.
Gestir fundarins voru: Inga Árnadóttir og Einar Magnússon frá Velferðarráðuneytinu.
Fyrir tekið:
1. 1109151 - Framleiðsla á innrennslislyfjum.
Greinargerð vegna framleiðslu á innrennslislyfjum á Akranesi. Skúli Geirsson og Brynja Þorbjörnsdóttir sérfræðingar hjá Centra fyrirtækjaráðgjöf kynntu greinargerðina.
Í stuttu máli er niðurstaða skýrslunar sú að framleiðsla á innrennslislyfjum er ekki arðbær eins og staðan er í dag og ekki talið hagkvæmt að fara út í þá framleiðslu. Út frá þessum niðurstöðum var ákveðið að fara ekki út í frekari vinnu við þessa framleiðslu á Akranesi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.