Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)
21. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 12. september 2012 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.
Fyrir tekið:
1. 1107114 - Atvinnu- og markaðsmál
Framtíð Sementsverksmiðjunnar.
Möguleikar á nýtingu fasteigna Sementsverksmiðjunnar ræddar ef breytingar verða á rekstri hennar.
2. 1209084 - Vaxtasamningur Vesturlands
Umsókn í Vaxtasamning Vesturlands.
Sótt var um styrk til að kanna möguleika á nýtingu á fasteignum Sementsverksmiðjunnar til nýsköpunar og eflingar atvinnulífs á Akranesi, ef til breytinga á rekstri hennar kemur. Beðið er eftir niðurstöðu umsóknar.
3. 1206040 - Háhiti - atvinnumálanefnd
Framtíð Háhita.
Farið var yfir stöðu og málefni nýsköpunarfyrirtækisins Háhita. Búið er að kynna hugmyndina fyrir erlendum fyrirtækjum og hefur bandarískt fyrirtæki, Industrial Insulation Group LLC (IIG), sýnt áhuga á samstarfi. Sýnishorn hafa verið send til Bandaríkjana og beðið er eftir umsögn frá IIG.
Stjórnarfundur verður í Háhita í október.
4. 1205062 - Þróunar- og nýsköpunarfélag Hvalfjarðarsveitar, Akraness og Faxaflóahafna.
Farið yfir gang mála við stofnun félags.
Beðið er eftir samþykki bæjarráðs um að senda bréfið út. Fundarmenn leggja mikla áherslu á að stuðningur fáist sem fyrst hjá bæjarráði enda málefnið brýnt.
5. 1107114 - Atvinnu- og markaðsmál
Verkefnalisti og annað.
Verkefnastjóri atvinnumála lagði fram lista yfir verkefni sem hann hefur verið að vinna að.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15.