Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

22. fundur 14. september 2012 kl. 08:00 - 09:00

22. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 24. september 2012 og hófst hann kl. 08:00

Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:
1. 1210120 - Strætó bs. - breytingar

Málefni Strætó bs.
Farið var yfir skýrslu um ,, Almenningssamgöngur á Vesturlandi," sem gerð var af Smára Ólafssyni, samgönguverkfræðingi, en þar voru m.a. breytingar á áður auglýstri tímatöflu til skoðunar. Nefndin lýsir yfir stuðningi við neðangreindar breytingar.
Breytingar sem óskað hefur verið eftir á leið 57 vegna mætingar í Ártúni í stað Mjóddar og ferð úr Háholti kl.15:50 verði sett inn aftur.
Afleiðingar breytinga eru m.a. þær að leið 57 fer frá Mjódd. Ferð sem áður var kl.12:00 er nú kl. 11:30. Ferð sem áður var kl. 14:30 er nú kl. 15:30 (kl. 15:46 í Háholti) - ferð sem mjög sterkar óskir eru um. Ferð sem áður var kl. 18:00 er nú kl. 18:30. Ferð  sem áður var kl.19:30 er nú kl. 20:30.
Nefndin óskar eftir skýringum á því hvað það myndi þýða fyrir Akurnesinga ef strætó hætti að stoppa á Akratorgi eins og einhverjar óskir eru um. Verkefnastjóri mun leita svara við því.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00