Fara í efni  

Starfshópur um Sementsreit

2. fundur 17. nóvember 2014 kl. 16:45 - 18:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir formaður
  • Bjarnheiður Hallsdóttir
  • Dagný Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfshópur um Sementsreit

1409162

1.1. Skoðunarferð.
Farið var í skoðunarferð um Sementsverksmiðjuna, og helstu mannvirki hennar skoðuð.

1.2. Faxabraut 10
Farið var yfir beiðni um kaupleigu á Faxabraut 10. Starfshópur leggur til að framtíð hússins verði ákveðin í tengslum við heildarskipulag svæðisins og því sé ekki tímabært að festa húsið í kaupleigu.

1.3. Íslandslíkan í sandgryfju.
Samþykkt að boða Ketil Björnsson til fundar við starfshóp til að kynna hugmyndir sínar um Íslandslíkan í sandgryfju Sementsverksmiðjunnar.

1.4. Næsti fundur
Næsti fundur 1. des. 2014, kl. 16:45.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00