Fara í efni  

Starfshópur um Sementsreit

7. fundur 16. febrúar 2015 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir formaður
  • Dagný Jónsdóttir
  • Bjarnheiður Hallsdóttir
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfshópur um Sementsreit

1409162

1.
Mánabraut 20
Rætt um framtíð hússins við Mánabraut 20. Ríkið er með 57% eignarhlut á móti 43% eignarhlut Akraneskaupstaðar. Ef halda á í húsið er ljóst að fara þarf í töluverðar viðhaldsaðgerðir. Velt upp breyttu eignarhaldi á húsinu þ.e. Akraneskaupstaður eignist húsið hugsanlega að fullu.

2.
Rammaskipulag-verkefnalýsing
Farið yfir drög að verkefnalýsingu fyrir rammaskipulagi á Sementsreit. Leitað verði til a.m.k. tveggja skipulagshönnuða til að fá hugmyndir að rammaskipulagi svæðisins miðað við ákveðnar forsendur sem lagðar verða fram. Tillögur yrðu síðan kynntar á almennum íbúafundi þar sem leitast yrði að fá viðbrögð íbúa. Í framhaldinu færi síðan af stað vinna til að klára endanlegt skipulag fyrir reitinn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00