Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum

6. fundur 16. maí 2023 kl. 13:00 - 15:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir formaður
  • Daníel Rúnarsson aðalmaður
  • Guðmunda Ólafsdóttir aðalmaður
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Áframhaldandi vinna við stefnumótun fyrir svæðið.
Farið yfir greiningu starfshópsins á áskorunum og tækifærum uppbyggingar á svæðinu. Þessari greiningarvinnu er nú að mestu lokið. Vinna hafin við næsta skref í stefnumótuninni, þ.e. að móta stefnu og markmið fyrir uppbyggingu á svæðinu.
Farið yfir mjög áhugaverða fundi sem aðilar úr starfshópnum hafa átt með með hagaðilum síðustu tvær vikur. Um er að ræða fundi með lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, verkefnastjóra menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað og forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Auk þess var mjög góður fundur hluta starfshópsins með nýráðnum afreksstjóra ÍSÍ, en bæjarstjóri Akraneskaupstaðar sótti einnig fundinn.
Skoðaðar voru ýmsar útfærslur á hótelum og öðrum verkefnum erlendis sem samræmast hugmyndum sem er verið að vinna með.
Milli funda verður unnið áfram að stefnu og markmiðum.
Næsti fundur starfshópsins verður 13. júní 2023.

Fundi slitið - kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00