Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum
Dagskrá
1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur
2303156
Unnið að lokaskilum hópsins og undirbúningi opins kynningarfundar sem áætlaður er í október 2023.
Farið yfir efni lokaskila hópsins ásamt framsetningu efnisins, áherslur og málfar. Skerpt á ferli við skil á verkefni til stjórnsýslunnar, en senda þarf lokaskil til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Rætt um að halda sérstakar kynningar fyrir bæjarstjórn, ÍA og KFíA á vinnu hópsins og helstu niðurstöðum. Rædd drög að dagskrá opna kynningarfundarins í október og hvaða dagsetning gæti gengið fyrir þann fund.
Fundi slitið - kl. 15:00.