Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja (2010)

3. fundur 09. september 2010 kl. 18:00 - 19:30

3. fundur starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja, haldinn  í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18, fimmtudaginn 9. september 2010 og hófst hann kl. 18:00

_____________________________________________________________ 

Fundinn sátu:

Einar Benediktsson, formaður - fulltrúi S-lista

Hjördís Garðarsdóttir, fulltrúi V-lista

Dagný Jónsdóttir, fulltrúi B-lista

Gunnar Sigurðsson, fulltrúi D-lista

Sturlaugur Sturlaugsson, fulltrúi ÍA

Guðlaug Margrét Sverrisdóttir, fulltrúi ÍA

Jón Þór Þórðarson, fulltrúi ÍA

Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri.

____________________________________________________________ 

Fyrir tekið: 

1.

1008087 - Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

Kostnaðarmat Framkvæmdastofu á óskum aðildarfélaganna á bættri aðstöðu.

Verkefnastjóri framkvæmdastofu og Jón Þór Þórðarson frá ÍA kynntu fyrstu drög að kostnaðaráætlun vegna óska aðildarfélaga ÍA um bætta aðstöðu félaganna. Starfshópurinn felur Einari Benediktssyni, Jóni Þór Þórðarsyni og verkefnastjóra framkvæmdastofu að vinna tillögu að nauðsynlegum endurbótum er varða öryggis-og heilbrigðismál sem um leið bæta aðstöðu félaganna.

 

2.

1008038 - Íþróttamannvirki, uppbygging

Bréf Gunnars Borgarssonar arkitekts, dags. 26. ágúst 2010, um uppreiknað kostnaðarmat á ýmsum framkvæmdum á Jaðarsbakkasvæðinu.

Formaður kynnti innihald bréfsins.

 

3.

1008038 - Íþróttamannvirki, uppbygging

Bréf Gunnars Borgarssonar arkitekts, dags. 6. sept. 2010, með uppdráttum og kostnaðarmati á tengibyggingu milli sundlaugar og Akraneshallar.

Fomaður kynnti innihald bréfsins.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00