Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
1. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn fimmtudaginn 29. maí 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:30.
Mættir: Þorgeir Jósefsson, formaður
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Bergþór Ólason
Valgarður L. Jónsson
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Drög að erindisbréfi Akranesstofu lögð fram og rædd. Formanni og verkefnisstjóra er falið að ganga frá erindisbréfinu og gera á því þær breytingar sem ræddar voru á fundinum.
Verkefnastjóri kynnti undirbúning hátíðarinnar. Málin rædd.
Lagt fram bréf tómstunda- og forvarnanefndar dags. 13.05. 2008. Stjórnin fagnar áhuga nefndarinnar á Írskum dögum og felur verkefnastjóra að kynna undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar fyrir nefndinni.
4. Bréf Þórdísar Gylfadóttur.
Lagt fram bréf Þórdísar Gylfadóttur, ódagsett. Stjórnin samþykkir að óska eftir greinargerð lögmanns bæjarins vegna erindisins.
Verkefnastjóri fór yfir þau verkefni sem eru í gangi og það sem framundan er.
Bréf Ísólfs Haraldssonar f.h. Vina hallarinnar mótt. 23. maí 2008 vegna Lopapeysunnar 2008. Verkefnastjóra falið að vinna drög að umsögn fyrir næsta fund.