Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

4. fundur 02. júlí 2008 kl. 20:00 - 21:36

4. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn miðvikudaginn 2. júlí 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 20:00.


Mættir:                       Þorgeir Jósefsson, formaður

                                 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

                                 Hjördís Garðarsdóttir

                                 Bergþór Ólason

                                 Valgarður L. Jónsson

                                 Arnheiður Hjörleifsdóttir        

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

 


Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 Fyrir tekið:

 1. Ársreikningur Byggðasafnsins að Görðum.

 Til fundarins mætti Jóhann Þórðarson, endurskoðandi Akraneskaupstaðar og fór yfir ársreikninga Byggðasafnsins.

 Rekstrartekjur safnsins á árinu námu 46,1 millj. kr., en þar af námu rekstrarframlög eigenda um 32,5 millj. kr. Neikvæð rekstrarafkoma árins nam 10,3 millj. kr. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir safnsins í árslok 99,6 millj. kr. og heildarskuldir 27,3 millj. kr. Eigið fé í lok árins nam 72,3 millj. kr.

 Rekstrarhalli safnins skýrist að mestu leiti af endurreikningi lífeyrisskuldbindingar upp á 5,2 millj. kr. og gjaldfærslu við endurbyggingu Stúkuhúss.

 Stjórn Akranesstofu, auk fulltrúa Hvalfjarðarsveitar samþykkir reikninginn og undirritar hann.

 2. Írskir dagar.

 Verkefnastjóri gerði grein fyrir skipulagi og framkvæmd, en Írskir dagar hefjast nk. föstudag.

 3. Önnur mál.

a)    Formaður leggur til að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar verði boðaður á alla fundi stjórnar Akranestofu sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt. Stjórnin samþykkir tillöguna.

 b)    Arnheiður kom með fyrirspurn um aðkomu Hvalfjarðarsveitar að stjórn Akranesstofu. Málin rædd í framhaldi af því.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:36.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00