Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

5. fundur 05. ágúst 2008 kl. 17:30 - 18:45

5. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 5. ágúst 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:30.


 

Mættir:              Þorgeir Jósefsson, formaður

                        Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

                        Rún Halldórsdóttir varamaður

                        Hrönn Ríkharðsdóttir varamaður

                        Daníel Ottesen varamaður

 

Auk þeirra Tómas Guðmundsson verkefnastjóri, sem einnig ritaði fundargerð, og Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum. 

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir tekið:

 

1. Erindi Adolfs Friðrikssonar.

Erindi Adolfs Friðrikssonar, fyrir hönd Vættir ehf., dagsett 18.júlí 2008, lagt fram. Formaður leggur til að honum ásamt verkefnisstjóra verði falið að ganga til viðræðna við AF á grundvelli þeirra hugmynda sem settar eru fram í erindinu. Stjórn Akranesstofu samþykkir tillöguna.

 

2. Safnaskálinn.

Formaður kynnti hugmyndir um byggingu anddyris á Safnaskálann með uppgöngu á efri hæð skálans þar sem útbúin verði funda- og geymsluaðstaða fyrir ýmis félagasamtök. Stjórnin samþykkir að óska eftir því við bæjarráð Akraneskaupstaðar að ráðist verði í fullnaðarhönnun, gerð kostnaðaráætlunar og útboð vegna verkefnisins. Verkefnastjóra falið að senda erindið til bæjarráðs.

 

3. Írskir dagar - bráðabirgðauppgjör.

Verkefnastjóri kynnti bráðabirgðauppgjör vegna Írskra daga 2008. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir en þó er ljóst að kostnaður vegna hátíðahalda á Írskum dögum er innan ramma kostnaðaráætlunar.

 

4. Samningur vegna ?Van Hekkenfeld?.

Lagt fram bréf til bæjarráðs, dagsett 28. júlí 2008, vegna samningsins.

 

5. Húsnæðið á Breiðinni.

Formaður og verkefnisstjóri kynntu stöðu mála varðandi fyrirhuguð not á ?Hafbjargarhúsi? og ?Þverholti? á Breið fyrir hvers konar menningarstarfsemi.

 

6. Dagsetning Vökudaga 2008.

Lagt er til að Vökudagar 2008 verði haldnir dagana 30. október til 9. nóvember nk.

Tillagan samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00