Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

8. fundur 08. október 2008 kl. 20:00 - 21:35

8. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn miðvikudaginn 8. október 2008 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 20:00.


Mættir:         Þorgeir Jósefsson, formaður

                   Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

                   Bergþór Ólason

                   Hjördís Garðarsdóttir

                   Valgarður L. Jónsson         

                   Arnheiður Hjörleifsdóttir   

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.   


Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 Fyrir tekið:

1. Breytingar á skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum 

Formaður kynnti tillögu að breyttri skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum. 

 Stjórn Akranesstofu samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og felur verkefnastjóra að senda tillögurnar til sveitarfélaganna, sem aðild eiga að safninu, til samþykktar.

 2.    Kynning á hugmyndum um breytt rekstrarfyrirkomulag á Byggðasafninu

 Á fundinn mætti Adolf Friðriksson sem fór yfir hugmyndir sínar um breyttan rekstur á safnasvæðinu.

 Stjórn Akranesstofu lýsir yfir ánægju sinni með hugmyndir Adolfs Friðrikssonar um eflingu Byggðasafnsins í Görðum og hugsanlega tengingu Safnasvæðisins við háskólatengda starfsemi á Akranesi.  Hugmyndir hans falla mjög vel að tillögu um athugun á hvort unnt sé að koma á fót háskólatengdri starfsemi á Akranesi, samanber samþykkt bæjarráðs frá 29. maí 2008 og samþykkt stjórnar Akranesstofu frá 3. júní 2008. 

 Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð Akraness og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að eftir að kynning á hugmyndunum hefur farið fram gagnvart þeim verði gengið til formlegra samningaviðræðna við Adolf Friðriksson um rekstur Safnasvæðisins.

 3.    Erindi Ingibjargar Gestsdóttur

 Bréf Ingibjargar, dagsett 6. október 2008, lagt fram.

 Stjórn Akranesstofu vísar til samþykktar sinnar vegna liðar 2 hér að ofan.  Einnig vill hún taka fram að á meðan viðræður eru í gangi við Adolf Friðriksson mun stjórnin ekki taka upp viðræður við fleiri aðila.

 Hjördís Garðarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins með vísan til reglna um vanhæfi í sveitarstjórnarlögum.

 4.    Önnur mál

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00