Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
10. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn mánudaginn 1. desember 2008 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Bergþór Ólason
Hjördís Garðarsdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins mætti til fundarins undir þessum lið. Jón gerði grein fyrir þeim breytingum sem hann leggur til að gerðar verði á söfnunarstefnu safnsins.
Starfshópur um verkefnið mætti til fundarins undir þessum lið til kynningar og umræðu um verkefnið.
Verkefnastjóri leggur til að umræðu um uppgjör Vökudaga verði frestað til næsta fundar stjórnar þar sem reikningar vegna hátíðarinnar eiga enn eftir að berast.
Formaður kynnti drög að erindisbréfi.
Verkefnastjóri kynnti hugmyndir um þær umsóknir sem sendar verða til Menningarráðsins frá Akranesstofu og samstarfsaðilum hennar.
b. Menningarmiðstöð á Breið. Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins, m.a. að borist hefðu viljayfirlýsingar vegna verkefnisins frá Listaháskóla Íslands og ?Das Arts? ? listaakademíu í Amsterdam, Hollandi.