Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
11. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn miðvikudaginn 10. desember 2008 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.
Mættir: Þorgeir Jósefsson, formaður
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Hjördís Garðarsdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir varamaður
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fyrir tekið:
1. Undirritun Söfnunarstefnu Byggðasafnsins í Görðum.
Gengið var frá undirritun Söfnunarstefnu Byggðasafnsins í Görðum.
2. ?Viskubrunnur í Álfalundi?.
Verkefnastjóri kynnti frekari framvindu verkefnisins í framhaldi af
bókun bæjarráðs frá 3. desember sl. þar sem ráðið óskar eftir áætlun
um verkferli, tímaáætlun og fjármögnun vegna verksins.
3. Uppgjör Vökudaga 2008.
Verkefnastjóri lagði fram uppgjör vegna Vökudaga 2008. Kostnaður
vegna hátíðarinnar varð 3.283.159 sem var nokkuð undir þeirri áætlun
sem lögð var til grundvallar.
4. Önnur mál.
a. Erindi frá bæjarráði Akraness þar sem Akranesstofu
er falið að eiga viðræður við Landmælingar Íslands vegna
samnings Akraneskaupstaðar og LÍ um sýningu í
Safnaskálanum með hliðsjón af hugmyndum um breytt
rekstrarfyrirkomulag á Safnasvæðinu.
Formanni falið að ræða við Landmælingar Íslands.
b. Fyrirspurn um yfirstandandi endurskoðun og uppfærslu
vefja Akraneskaupstaðar.
Málin rædd.
c. Breyting á erindisbréfi.
Leiðrétta þurfti dagsetningar á samþykkt reglna um starfstyrk
bæjarlistamanns Akraneskaupstaðar í 6. grein, 9.tölulið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.