Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

15. fundur 07. apríl 2009 kl. 17:00 - 18:40

15. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 7. apríl 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

                              Bergþór Ólason, aðalmaður

                              Margrét Snorradóttir, aðalmaður

                              Hjördís Garðarsdóttir, aðalmaður

                              Hrönn Ríkharðsdóttir, varamaður

                              Arnheiður Hjörleifsdóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

1.   Markaðsstofa Vesturlands 

Jónas Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands mætti til fundarins og kynnti starfsemi Markaðsstofunnar. Ræddir ýmsir samstarfsfletir Markaðsstofu og Akranesstofu. Jónas vék af fundi að lokinni umræðu um Markaðsstofuna.

2.   Kútter Sigurfari

Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi endurgerð kúttersins, en fram hafa komið nýjar hugmyndir um hvernig haga má þessu verkefni, þar sem áhersla er lögð á að viðgerðin fari fram á Safnasvæðinu þar sem skipið hefur staðið.

Stjórn Akranesstofu leggur til að kannað verði til hlýtar hvort umræddar hugmyndir geti orðið að veruleika og að ekki verði teknar ákvarðanir um framhald verkefnisins fyrr en niðurstaða fæst hvað þetta varðar.

3.   Viskubrunnur í Álfalundi ? staða verkefnisins

Formaður og verkefnastjóri gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins. Hreinsun tjarna er að mestu lokið og næstu skref felast í frekari frágangi við tjarnirnar. 

4.   Lókal á Breiðinni ? staða verkefnisins

Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

5.   Viðburðir 2009 ? tillögur um fyrirkomulag

Verkefnastjóri kynnti tillögur um fyrirkomulag viðburða árið 2009, en ljóst er að umtalsverð breyting verður á viðburðahaldi á Akranesi þar sem dregið hefur verið úr fjárveitingum til slíkra verkefna. Verkefnastjóra falið að leggja fram nánari útfærslu á tillögunum á næsta stjórnarfundi.

6.   Önnur mál

      a.   Búkolla, nytjamarkaður.

            Verkefnastjóri gerði grein fyrir tilurð og framgangi verkefnisins.

      b.   ?Ævintýrafélagið? ? sumardagskrá fyrir börn og unglinga.

            Verkefnastjóri gerði grein fyrir hugmynd að verkefni sem rædd 

            hefur verið innan starfshóps um Viskubrunn og á fundum með

            ýmsum aðilum. Verkefnið er kallað ?Ævintýrafjelagið? og er

            hugsað fyrir börn fædd 1996-1999, jafnt af Akranesi en einnig

            gesti og ferðafólk.

      c.   Menningar- og fjölskyldudagskrá í Hvalfjarðarsveit um

            páskana.

            Arnheiður gerði grein fyrir dagskránni.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40..

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00