Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
16. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 5. maí 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.
Mættir: Þorgeir Jósefsson, formaður
Bergþór Ólason, varaformaður
Margrét Snorradóttir, aðalmaður
Hjördís Garðarsdóttir, aðalmaður
Valgarð L. Jónsson, aðalmaður
Daníel Ottesen, varamaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fyrir tekið:
1. Viðburðir 2009
Verkefnastjóri kynnti tillögur um útfærslu viðburða á vegum Akraneskaupstaðar árið 2009 og lagði fram tillögur um dagsetningar helstu viðburða. Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins að Görðum mætti til fundarins og kynnti sumardagskrá á Safnasvæðinu.
Stjórn Akranesstofu samþykkir að Írskir dagar verði haldnir dagana 3. til 5. júlí í sumar og að á þessari stundu sé stefnt að því að Vökudagar fari fram dagana 5. til 8. nóvember 2009.
2. Kútter Sigurfari
Formaður fór yfir minnisblað um mögulegar leiðir til að varðveita kútterinn. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Stjórn Akranesstofu samþykkir að fela formanni og verkefnastjóra að kanna hvaða möguleikar eru á því að koma á fjölþjóðlegu samstarfi um endurbyggingu kútters Sigurfara. Stjórnin samþykkir einnig að óska eftir því við eigendur Byggðasafnsins að möstur kúttersins verði felld næsta haust, f.o.f. af öryggisástæðum.
Jón Allansson yfirgaf fundinn kl. 17:20.
3. Viskubrunnur í Álfalundi ? staða verkefnis og næstu skref
Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Fyrir liggur að þær aðstæður sem skapast hafa í efnahagsmálum þjóðarinnar koma til með að seinka uppbyggingu verkefnisins. Einnig greindi verkefnastjóri frá því að verkefnið hefði hlotið styrk að upphæð 8 milljónir króna frá iðnaðarráðuneyti til frekari uppbyggingar, þróunar og mótunar á dagskrá.
Stjórn Akranesstofu leggur til að verkefnastjóri móti tillögur um framhald og framtíð verkefnisins og leggi fyrir stjórn Akranesstofu á næsta fundi hennar.
4. Önnur mál
a. Tjaldsvæðið í Kalmansvík
Verkefnastjóri kynnti drög að samningi um rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík og gæslu á öðrum útivistarsvæðum bæjarins. Formaður sagði að samkvæmt sínum upplýsingum myndi þeim framkvæmdum sem standa yfir á vegum OR á svæðinu, ljúka 20. maí nk. en þangað til verður tjaldsvæðið lokað.
Stjórn Akranesstofu átelur að framkvæmdirnar skuli teygjast inn á þann tíma sem tjaldsvæðið ætti að vera opið því að árið 2008 var það opnað 1. maí.
b. Unglingalandsmót UMFÍ.
Ræddir voru möguleikar þess að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Akranesi árið 2011, en Ungmennafélag Íslands hefur óskað eftir samstarfi við sveitarfélög um að halda mótið. Málið hefur verið til umræðu hjá Fjölskylduráði.
Stjórn Akranesstofu leggur áherslu á samþættingu aðgerða er snertir aðkomu Akraneskaupstaðar að málinu, en ljóst er að margir þættir verkefnisins muni tengjast m.a. starfsemi Akranesstofu og Framkvæmdastofu auk Fjölskyldustofu. Einnig er mikilvægt að kallaðir verði til umræðu um málið allir þeir sem hagsmuna hafa að gæta varðandi hugsanlegt mótshald, m.a. verslunar- og þjónustuaðilar í bænum.
c. ?Menningarlandið? ? ráðstefna um menningarmál haldin í Stykkishólmi 11. ? 12. maí nk.
- Hvernig má nýta menningu og menningartengda ferðaþjónustu til nýrrar sóknar?
Lagt fram til kynningar.
d. ?Lifað með landinu? ? dagskrá ársfundar Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands 14. maí 2009.
Lagt fram til kynningar.
e. Stjórn Akranesstofu fagnar þeirri aukningu sem orðið hefur á gistirými í bænum að undanförnu og er fyrirhuguð og óskar rekstraraðilum velfarnaðar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25.