Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

20. fundur 06. október 2009 kl. 17:00 - 18:30

20. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 6. október 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________ 

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

                              Bergþór Ólason, varaformaður

                              Þröstur Þór Ólafsson, varamaður

                              Valgarð L. Jónsson, aðalmaður

                              Arnheiður Hjörleifsdóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

 

1.   Málefni Bíóhallarinnar

      Formaður og verkefnastjóri greindu frá fundum sem þeir hafa átt með

      tveimur þeim aðilum sem sendu inn umsóknir um rekstur og starfsemi

      Bíóhallarinnar.  Ekki hefur tekist að koma á fundi við þriðja aðilann.

      Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að gengið verði til

      samninga við ?Vini hallarinnar? um  rekstur Bíóhallarinnar samkvæmt

      fyrirliggjandi samningsdrögum.

2.   Aðalfundur Byggðasafnsins að Görðum

      Formaður leggur til að aðalfundur Byggðasafnsins í Görðum verði

      haldinn í Safnaskálanum miðvikudaginn 28. október nk. kl. 17:00 í

      samræmi við ákvæði í skipulagsskrá Byggðasafnsins.

      Tillagan samþykkt samhljóða.

3.   Samstarf stofnana sem heyra undir Akranesstofu

      Verkefnastjóri fór yfir tillögur um breytingar á fyrirkomulagi samstarfs

      á milli þeirra stofnana sem heyra undir Akranesstofu, en um er að

      ræða Byggðasafnið og önnur söfn á Safnasvæðinu, listasetrið

      Kirkjuhvol, Bóka- og Héraðsskjalasafn Akraness og Ljósmyndasafn

      Akraness, en tillögurnar ganga í stuttu máli út á að efla samstarfið og

      nýta betur starfskrafta þeirra sem starfa hjá viðkomandi stofnunum.

      Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.

4.   Vökudagar 2009 ? drög að dagskrá

      Verkefnastjóri lagði fram drög að dagskrá Vökudaga 2009.

5.   Tillögur um ráðstöfun fenginna styrkja til verkefnisins 

      ?Viskubrunnur?

      Verkefnastjóri lagði fram tillögur um frekari ráðstöfun þeirra styrkja   

      sem verkefnið Viskubrunnur hefur fengið á undanförnum mánuðum.

      Stjórn Akranesstofu samþykkir tillögurnar og vísar þeim til bæjarráðs

      til endanlegrar afgreiðslu.

6.   Önnur mál

      a.   Afgreiðslur bæjarráðs Akraness

           ·  Ljósmyndasafn Akraness ? starfsmannamál

           ·  Safnasvæði ? rekstur og uppbygging

           ·  Tjaldsvæðið í Kalmansvík

      Lagt fram

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00