Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
21. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 3. nóvember 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.
Mættir: Þorgeir Jósefsson, formaður
Bergþór Ólason, varaformaður
Þröstur Þór Ólafsson, varamaður
Hrönn Ríkharðsdóttir, varamaður
Margrét Snorradóttir, aðalmaður
Arnheiður Hjörleifsdóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fyrir tekið:
1. Viskubrunnur ? framgangur verkefnis og næstu skref
Verkefnastjóri gerði grein fyrir þeim hugmyndum og verkefnum sem unnið er að í tengslum við ?Viskubrunn?.
Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.
2. Menningarverðlaun Akraness 2009
Formaður lagði fram tillögu um veitingu Menningarverðlauna Akraness árið 2009.
Tillagan samþykkt samhljóða.
3. Samstarf stofnana sem heyra undir Akranesstofu
Verkefnastjóri kynnti framgang þeirrar vinnu sem kynnt var á 20. fundi stjórnar Akranesstofu hinn 6. október sl. um öflugra samstarf þeirra stofnana sem heyra undir Akranesstofu, en tillögurnar ganga í stuttu máli út á að efla samstarfið og nýta betur starfskrafta þeirra sem starfa hjá viðkomandi stofnunum.
Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
4. Bæjarlistamaður Akraness
Formaður lagði fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi úthlutunar starfsstyrks til bæjarlistamanns Akraneskaupstaðar.
Tillaga formanns samþykkt samhljóða og verkefnastjóra falið að senda bæjarráði tillöguna.
5. Önnur mál
· Aðalfundur Byggðasafnsins ? fundargerð
Lögð fram.
· Menningarmiðstöð á Breið ? minnisblað frá Bjarna Jónssyni, Ragnheiði Skúladóttur og Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, dags. 1. nóvember 2009, f.h. Lókal varðandi framgang verkefnisins og fyrirhuguð næstu skref.
Lagt fram
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50.