Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

24. fundur 19. janúar 2010 kl. 17:00 - 18:55

24. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2010 í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

Bergþór Ólason, varaformaður

Valgarður L. Jónsson, aðalmaður

Þröstur Þór Ólafsson, varamaður

Margrét Snorradóttir, aðalmaður

Arnheiður Hjörleifsdóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.

 

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Í upphafi var stjórn Akranesstofu sýnt nýjar höfuðstöðvar Hvalfjarðarsveitar undir leiðsögn oddvita og sveitarstjóra.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

 

1.         Viskubrunnur ? staða mála og verkefnin framundan

Verkefnastjóri kynnti stöðu verkefnisins og gerði grein fyrir þeim verkefnum sem fram undan eru í tengslum við Viskubrunn.

 

2.         Helstu verkefni Akranesstofu janúar ? maí 2010

Verkefnastjóri kynnti helstu verkefni Akranesstofu á næstu mánuðum.

 

3.         Ferðaþjónusta á Akranesi og nágrenni

         Stjórn Akranesstofu leggur til við sveitarstjórnir Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar að skipaður verði sérstakur starfshópur sem hafi það hlutverk að skilgreina helstu möguleika og tækifæri á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit  á sviði ferðaþjónustu m.t.t. afþreyingar og margvíslegrar þjónustu við gesti og ferðafólk. Vinnuhópurinn verði skipaður þremur fulltrúum sem skipaðir eru af Akraneskaupstað og tveimur fulltrúum sem skipaðir eru af Hvalfjarðarsveit.  Starfshópurinn verði launaður og greiði hvort sveitarfélag laun sinna fulltrúa í hópnum.  Starfshópnum verði sett erindisbréf þar sem verkefni hópsins verði nánar skilgreind og settur ákveðinn tímarammi um þau.

 

         Greinargerð

         Verkefni starfshópsins skal vera að skoða og skilgreina þá þjónustu sem stofnanir sveitarfélaganna veita ferðafólki, s.s. þjónustu á tjaldsvæðum, í sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum og þjónustu á Safnasvæðinu á Akranesi. Kanna skal merkingar fyrir vegfarendur, gesti og ferðafólk á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit og leggja fram tillögur til úrbóta í þeim efnum. Þá skal starfshópurinn kortleggja þá þjónustu sem einkaaðilar í sveitarfélögunum veita gestum og ferðafólki. Starfshópurinn kanni möguleika þess að stofnuð verði ferðaskrifstofa fyrir svæðið eins og dæmi eru um víða um landið. 

 

4.         Áskorun til bæjarráðs Akraness vegna átaks í atvinnumálum.

         Stjórn Akranesstofu skorar á bæjarráð Akraness að gera ráð fyrir ferðaþjónustutengdum verkefnum í tengslum við það átak til atvinnusköpunar sem samþykkt hefur verið að ráðast í. Á undanförnum misserum hefur orðið mikill vöxtur í atvinnugreininni á Íslandi, árið 2009 var t.a.m. metár í ferðaþjónustu á Íslandi og spár gera ráð fyrir áframhaldandi vexti á þessu ári. Ferðaþjónusta skilar mikilvægum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og víða um land hafa þúsundir Íslendinga lífsviðurværi sitt af ferðaþjónustu. Engin ástæða er til að ætla annað en að slíkt geti líka átt við um Akranes og nágrenni. Ferðaþjónusta er auk þess vinnuaflsfrek atvinnugrein og getur einnig skapað dýrmæt störf fyrir konur.

 

 

5.         Bókun bæjarráðs Akraness frá 30. desember varðandi erindi frá Akranesstofu um ?samstarf stofnana?.

         Stjórn Akranesstofu áréttar að nú þegar gerir fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar árið 2010 ráð fyrir fjárveitingum til þeirra stöðugilda sem tillagan nær til, þ.e. stöðugildi forstöðumanns í Kirkjuhvoli, stöðugildi forstöðumanns Ljósmyndasafns Akraness og stöðugildi starfsmanns á Safnasvæðinu. Ekki er verið að mælast til aukinna fjárveitinga umfram það sem núverandi fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir heldur er fyrst og fremst verið að stuðla að öflugra samstarfi og teymisvinnu á milli þeirra stofnana sem hér eiga í hlut.

 

6.         Önnur mál

 

a.       Samningur um rekstur veitingaskála á Safnasvæðinu.

Lagður fram.

 

b.       Endurgerð Sandahúss á Safnasvæðinu

Stjórn Akranesstofu beinir þeim tilmælum til bæjarráðs og Framkvæmdastofu að umsjónarmaður fasteigna Akraneskaupstaðar hafi eftirlit og umsjón með endurgerð Sandahússins á Safnasvæðinu í samráði við forstöðumann Byggðasafnsins.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00