Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

25. fundur 23. febrúar 2010 kl. 19:00 - 18:00

25. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 23. febrúar 2010 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

 

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

                            Bergþór Ólason, varaformaður

                            Hjördís Garðarsdóttir, aðalmaður

                            Margrét Snorradóttir, aðalmaður

 

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð og Björn Guðmundsson verðandi fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Akranesstofu.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir tekið: 

1.         Starfshópur um ferðamál

Formaður kynnti tillögur um þá einstaklinga sem koma til með að skipa umræddan starfshóp um ferðamál en þau eru Reynir Georgsson, sem jafnframt verður formaður hópsins, Þórdís G. Arthúrsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.

Jafnframt lagði formaður fram drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn.

Stjórn Akranesstofu samþykkir skipan starfshópsins og erindisbréfið og felur verkefnisstjóra Akranesstofu að boða starfshópinn til fyrsta fundar.

2.         Viskubrunnur

Verkefnastjóri kynnti stöðu og framgang verkefnisins.  

3.         Hugmyndasjóður

Verkefnastjóri kynnti hugmyndir um að koma á fót sérstökum ?Hugmyndasjóði? sem hefði sitt bakland og tilveru á forsíðu Akranesvefsins - akranes.is. Þangað gæti fólk sent inn hugmyndir sínar að alls kyns verkefnum og nýsköpunarhugmyndum. Hugmyndasjóður yrði þannig farvegur til að laða fram frumkvæði og góðar hugmyndir um spennandi verkefni á Akranesi. Megin tilgangur Hugmyndasjóðs yrði að hvetja fólk til að koma fram með alls kyns hugmyndir sem efla Akranes, mannlíf, atvinnulíf og vellíðan fólksins í bænum. Allir geta tekið þátt og lagt hugmyndir sínar í Hugmyndasjóð. Hugmyndasjóður gæti þannig kallað eftir alls kyns hugmyndum um atvinnuskapandi verkefni, samfélagslega uppbyggjandi verkefni, nýsköpunarverkefni, heilsurækt eða hönnun, framleiðslu á vöru eða tækjum, ferðaþjónustutengd verkefni s.s. á sviði afþreyingar fyrir ferðafólk ? o.s.frv.

Stjórn Akranesstofu samþykkir tillögu verkefnastjóra og felur honum að koma málinu til afgreiðslu bæjarráðs Akraness.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00