Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

26. fundur 14. apríl 2010 kl. 18:00 - 20:25

26. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn miðvikudaginn 14. apríl 2010 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

_____________________________________________________________ 

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

                              Bergþór Ólason, varaformaður

                              Þröstur Ólafsson , varamaður

                              Björn Guðmundsson, aðalmaður

                              Margrét Snorradóttir, aðalmaður

                              Arnheiður Hjörleifsdóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, aðalmaður

 

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð og Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum sem sat fundinn á meðan málefni safnsins voru til umræðu.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

1.   Málefni Safnasvæðisins á Akranesi

Geymslumál

Forstöðumaður gerði grein fyrir geymslumálum Byggðasafnsins og þeirri tillögu sem fram er komin um nýjar geymslur fyrir safnið.

Stjórn Akranesstofu samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs Akraness og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Starfsmannamál

Verkefnisstjóri gerði grein fyrir málinu ásamt forstöðumanni.

Forstöðumanni falið að ganga frá málinu í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

Kútter Sigurfari

Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Málefni Kútters Sigurfara eru til umfjöllunar í Mennta- og menningarráðuneytinu.

Stjórn Akranesstofu leggur áherslu á mikilvægi þess að niðurstaða komist í málið þar sem brýnt er að taka ákvörðun um næstu skref er varða málefni kúttersins. Stjórnin óskar þess að ráðuneytið hraði afgreiðslu málsins eins og kostur er.

Endurgerð Sandahúss

Forstöðumaður gerði grein fyrir framgangi verkefnisins.

Sýning Landmælinga Íslands í Safnaskála

Forstöðumaður gerði grein fyrir málinu.

Hitaveituframkvæmdir í Byggðasafnshúsi

Forstöðumaður gerði grein fyrir málinu.  Hann mun skrifa eigendum safnsins bréf og fara fram á viðbótarfjármagn vegna verksins.

2.   Bréf bæjarráðs Akraness til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 23. mars 2010

Erindi þetta er til komið vegna bréfaskrifta á milli sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og Safnaráðs.

Stjórn Akranesstofu fagnar þeim áhuga sem sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sýnir málefnum Byggðasafnsins í Görðum og þeim hugmyndum sem fram hafa komið um aðkomu Hvalfjarðarsveitar að starfsemi safnsins. Stjórnin felur forstöðumanni Byggðasafnsins og verkefnastjóra Akranesstofu að vinna að málinu í samstarfi við Hvalfjarðarsveit. Verkefnisstjóri skal upplýsa stjórn Akranesstofu um framvindu málsins.

3.   ?Garðatún? - kynning

Verkefnastjóri gerði grein fyrir fram lögðum tillögum um skipulag og hlutverk svæðisins frá Garðagrund og til Garðalundar.

Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar bæjarráðs Akraness með ósk um að Skipulags- og umhverfisstofu verði falið að vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

Jón Allansson yfirgaf nú fundinn kl. 19:25.

4.   Verkefnastyrkir frá Menningarráði Vesturlands árið 2010

Verkefnastjóri gerði grein fyrir helstu styrkjum sem fengust frá MV til verkefna á vegum Akranesstofu og undirstofnana fyrir árið 2010.

Stjórn Akranesstofu færir Menningarráði þakkir fyrir styrkina og óskar því um leið til hamingju með nýjan samning um framlög ríkis og sveitarfélaga til menningarmála sem undirritaður var nýverið.

Arnheiður Hjörleifsdóttir yfirgaf nú fundinn kl. 19:40

5.   Bókasafn Akraness - starfsmannamál

Verkefnastjóri lagði fram tillögur bæjarbókavarðar um tilhögun starfsmannamála.

Verkefnastjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

6.   Hjólreiðabærinn Akranes

Verkefnastjóri kynnti hugmyndir um ?Hjólreiðabæinn Akranes?.

Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar starfshóps um ferðamál.

7.   Nýjar vatnsrennibrautir við sundlaug Akraness á Jaðarsbökkum

Verkefnastjóri gerði grein fyrir hugmyndum um að skoðaðir verði möguleikar þess að setja upp nýjar vatnsrennibrautir við sundlaugina á Jaðarsbökkum.

Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar starfshóps um ferðamál.

8.   Tjaldsvæðið við Kalmansvík ? drög að nýju skipulagi

Verkefnastjóri lagði fram drög að nýju skipulagi tjaldsvæðisins við Kalmansvík.

Verkefnastjóra falið að koma fram komnum tillögum og ábendingum stjórnar Akranesstofu á framfæri við Skipulags- og umhverfisstofu, sem hefur umsjón með hinu nýja skipulagi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  20:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00