Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
29. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn fimmtudaginn 10. júní 2010 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.
Mættir: Þorgeir Jósefsson, formaður
Bergþór Ólason, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Margrét Snorradóttir, aðalmaður
Hjördís Garðarsdóttir, aðalmaður
Arnheiður Hjörleifsdóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum var boðaður á fundinn en boðaði forföll.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fyrir tekið:
1. Byggðasafnið ? hitaveituframkvæmdir
Erindi frá bæjarráði frá 21. maí þar sem óskað er frekari skýringa á málinu. Um er að ræða erindi frá forstöðumanni Byggðasafnsins til bæjarráðs vegna hitaveituframkvæmda í Byggðasafnshúsinu, en lögð var hitaveita í húsið sl. vetur og er þeim framkvæmdum lokið.
Byggðasafnið fékk styrk að upphæð krónur 1.500.00,- frá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar til að leggja hitaveitu í Safnahúsið. Heildarkostnaður verksins varð um krónur 3.200.000,-. Ekki var sótt um viðbótarfjárveitingu vegna verksins áður en framkvæmdir hófust, hvorki beint til bæjarráðs, sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar né í gegnum stjórn Akranesstofu. Þar sem verkið hefur verið unnið og verður að teljast safninu mjög til framdráttar, felur í sér sparnað í rekstri og bætir mjög varðveislu safnmuna mælir stjórn Akranesstofu með því að erindi forstöðumanns verði samþykkt.
Hvalfjarðarsveit hefur þegar samþykkt viðbótarfjárveitingu vegna framkvæmdanna.
2. Módelsmíði ? m/s Laxfoss og m/s Akraborg
Erindi frá bæjarráði frá 21. maí 2010 varðandi beiðni um styrk til smíða á módelum af m/s Laxfossi og m/s Akraborg.
Stjórn Akranesstofu telur að ekki séu forsendur fyrir hendi til að styrkja umrætt verkefni að þessu sinni.
3. ?Björt mey og hrein? - leikverk
Erindi frá bæjarráði frá 21. maí 2010 varðandi styrk til framleiðslu og uppsetningar á verkinu ?Björt mey og hrein? sem byggt er á ævi Hallbjargar Bjarnadóttur.
Stjórn Akranesstofu telur að ekki séu forsendur fyrir hendi til að styrkja umrætt verkefni að þessu sinni.
4. Viskubrunnur í Álfalundi
Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu og fyrirhuguðum framkvæmdum í tengslum við verkefnið á komandi sumri.
Stjórn Akranesstofu lýsir ánægju sinni með að verkefnið sé komið af stað.
5. Kútter Sigurfari
Lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dagsett 4.júní 2010.
Stjórn Akranesstofu fagnar þeirri afstöðu sem fram kemur í bréfi ráðuneytisins og samþykkir að visa því til bæjarráðs Akraness og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til endanlegrar afgreiðslu.
6. Dagskrá hátíðahalda á 17. júní 2010 á Akranesi
Verkefnastjóri kynnti dagskrá hátíðahalda á þjóðhátíðardaginn 17.júní 2010.
7. Dagskrá hátíðahalda á Írskum dögum 2010 á Akranesi
Verkefnastjóri kynnti dagskrá Írskra daga á Akranesi 2. til 4.júlí 2010.
Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarstjórn að sömu reglur gildi um tjaldsvæðið á Akranesi á Írskum dögum 2010 og giltu á Írskum dögum sumarið 2008.
8. Aðalfundur Byggðasafnsins í Görðum
Stjórn Akranesstofu samþykkir að halda aðalfund Byggðasafnsins miðvikudaginn 7.júlí 2010 kl. 17,00 í Safnaskálanum.
9. Önnur mál
1. Málefni Skagaleikflokksins:
Verkefnastjóri sagði frá samtölum sínum við formann Skagaleikflokksins.
2. Rokkland ehf. ? Akranesverkefni:
Á fundi bæjarráðs 21.maí 2010 var erindi Rokklands ehf. vísað til umsagnar Akranesstofu. Bæjarráð afgreiddi erindið á fundi sínum þann 4.júní sl. þannig að stjórn Akranesstofu telur ekki ástæðu til að gefa umsögn um málið.
Formaður þakkaði stjórnarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20.