Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
30. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 6. júlí 2010 í Safnaskálanum í Görðum og hófst hann kl. 17:00.
Mættir:Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Dagný Jónsdóttir, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Guðríður Sigurjónsdóttir, varamaður
Anna Leif Elídóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð og Jón H. Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fyrir tekið:
1. Kynning á starfsemi á Safnasvæðinu og helstu verkefnum framundan.
Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins kynnti starfsemi safnsins og helstu verkefni sem í gangi eru á vegum þess.
Jón Allansson fer af fundi kl. 18:05.
2. Kynning á verkefnum á vegum Akranesstofu.
Tómas Guðmundsson gerði grein fyrir helstu verkefnum sem eru í farvegi á vegum Akranesstofu. Um er að ræða m.a. verkefnin Viskubrunnur, Vökudagar, Veröld sem var, upplýsingaskilti víða um bæinn og verkefni á Safnasvæði.
3. Starf stjórnar Akranesstofu framundan.
Formaður lagði fram erindisbréf stjórnar Akranesstofu og fjallaði um þau verkefni og skyldur sem þar er fjallað um og falla undir stjórn Akranesstofu, m.a. yfirstjórn bókasafns, héraðsskjala- og ljósmyndasafns, listasetrið Kirkjuhvol, Bíóhöll, tjaldsvæði og Upplýsingamiðstöð. Formaður leggur til að frekari umræðu um verklag og áherslur stjórnar verði vísað til næsta fundar.
4. Önnur mál
a. Breytingar á samningi við mennta- og menningarmálaráðuneyti varðandi Kútter Sigurfara. Erindi bæjarráðs frá 18. júní sl. þar sem samþykkt var að visa erindi ráðuneytisins og drögum að samningi til umsagnar nýrrar stjórnar Akranesstofu.
Umræðum frestað til næsta fundar.
b. Staðsetning Upplýsingamiðstöðvar á Akranesi. Umræðu frestað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25.