Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
35. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 5. október 2010 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu:
Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Dagný Jónsdóttir, aðalmaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Anna Leif Elídóttir, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Fyrir tekið:
1. 1003173 - Bókasafn - lengri opnunartími
Erindi bæjarbókavarðar um lengingu opnunartíma, m.a. með hliðsjón af lengingu opnunartíma íþróttamannvirkja.
Stjórn Akranesstofu leggur áherslu á að þjónusta bókasafnsins sé aðgengileg fyrir sem flesta bæjarbúa. Fyrir liggur að með tillögu bæjarbókavarðar um opið bókasafn á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00 geta Akurnesingar sem t.d. sækja vinnu til Reykjavíkur sem og fjölskyldur sótt sér fróðleik og skemmtun á bókasafnið. Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að breytingar á afgreiðslutíma verði samþykktar og tekið tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011. Lagt er til að breyttur afgreiðslutími taki gildi frá og með næstu áramótum.
2. 0909012 - Málefni Ljósmyndasafns Akraness
Framhaldsumræður frá 34. fundi stjórnar Akranesstofu þar sem fjallað var um starfsemi og framtíð Ljósmyndasafns Akraness.
Verkefnastjóri lagði fram gögn um starfsemi nokkurra ljósmyndasafna víða um land og gerði lauslega grein fyrir rekstrarfyrirkomulagi og skipulagi þeirra. Verkefnastjóra er falið að leggja fram tillögu að starfi og stefnu Ljósmyndasafnsins á næsta fundi stjórnar.
3. 0902164 - Byggðasafnið í Görðum - breytingar á stofnskrá
Erindi Safnaráðs um leiðréttingar á stofnskrá Byggðasafnsins frá 10. október 2008 til samræmis við leiðbeiningar safnaráðs um slíkar stofnskrár.
Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra og forstöðumanni Byggðasafns að leggja fram tillögur að þeim breytingum sem Safnaráð kallar eftir í bréfi sínu og leggja fram á næsta fundi stjórnar.
4. 1008026 - Vökudagar og aðventa á Akranesi 2010.
Umræður um viðbótarfjárframlög vegna umræddra viðburða.
Verkefnastjóri gerði grein fyrir umfangi viðkomandi viðburða. Stjórn Akranesstofu óskar eftir því að bæjarráð veiti viðbótarfjárveitingu til Vökudaga að upphæð krónur 750.000 og til jólatrésskemmtunar á Akratorgi að upphæð krónur 350.000, enda er jólatréð sjálft, uppsetning þess og skreyting á forræði Framkvæmdastofu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.