Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

37. fundur 02. nóvember 2010 kl. 17:30 - 19:00

37. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 2. nóvember 2010 og hófst hann kl. 17:30

 

Fundinn sátu:
Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Dagný Jónsdóttir, aðalmaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Anna Leif Elídóttir, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

 

Fyrir tekið:

 

1.  0903133 - Kútter Sigurfari
Erindi frá Framkvæmdanefnd um framtíð Kútters Sigurfara GK 17 til Stjórnar Akranesstofu dags. 25. október 2010 varðandi fyrstu skref til varðveislu skipsins og bátanna á Safnasvæðinu.
Stjórn Akranesstofu tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í bréfi nefndarinnar um að brýnt sé að grípa strax til aðgerða til að stöðva frekari skemmdir á skipinu og koma því í skjól. Jafnframt er brýnt að verja bátana á svæðinu með sama hætti. Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs Akraness og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu.
Stjórn Akranesstofu ítrekar fyrri bókun sína frá 16. fundi stjórnarinnar þann 5. maí 2009, sem samþykkt var af bæjarráði Akraness, að fella möstur skipsins í öryggisskyni.

2.  1011005 - Starfshópur um ferðamál Tillaga um að leggja hópinn formlega niður og endurskoða stefnu og áherslur í uppbyggingu ferðaþjónustu á Akranesi.
Verkefnisstjóri fór yfir stöðu mála og gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa frá því starfshópurinn var skipaður. Ástæður þess að þessi tillaga er lögð fram eru m.a þær að hluti hópsins hefur óskað eftir lausn frá störfum og fundarsetu vegna anna á öðrum vettvangi. Verið er að kanna aðrar hugmyndir til uppbyggingar og mótunar stefnu í ferðaþjónustu á Akranesi.

3.  1001141 - Ferðaþjónusta á Akranesi og nágrenni
Fundur um ferðamál á Akranesi sem haldinn var 7. október 2010 og umræður um næstu skref m.a. í ljósi þess sem þar kom fram.
Verkefnastjóri gerði grein fyrir umræðum á fundi með ferðaþjónustuaðilum sem haldinn var í Gamla Kaupfélaginu þann 7. október sl.

4.  1011006 - Garðakaffi á Safnasvæðinu
Um áramótin rennur út samningur við núverandi rekstraraðila Garðakaffis en í núgildandi samningi eru ákvæði um endurskoðun samningsins, forsendur hans og framhald í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur á gildistíma hans.
Verkefnastjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við núverandi rekstraraðila Garðakaffis. Ljóst er að núverandi rekstraraðilar hafa áhuga á að halda rekstrinum áfram. Stjórn Akranesstofu ákveður að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um rekstur Garðakaffis og ákvörðun um framhaldið tekin að því loknu. 

5.  1008029 - Upplýsingamiðstöð ferðamanna
Umræður um málefni Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akranesi, en Stjórn Akranesstofu var falið af bæjarráði Akraness á fundi ráðsins þann 26. ágúst 2010 að leggja fram tillögur um framtíðarfyrirkomulag upplýsingagjafar til gesta og ferðafólks á Akranesi.
Verkefnastjóri lagði fram áskorun Lista- og handverksfélags Akraness, undirritaða af félagsfólki, þar sem lagt er til að Akranesstofa hugleiði kosti þess að upplýsingamiðstöð bæjarins verði staðsett að Kirkjubraut 54. Stjórn Akranesstofu fagnar þessu frumkvæði félagsins og sýndum áhuga á málefnum upplýsingamiðstöðvarinnar. Verkefnastjóra er falið að kanna alla þá möguleika sem eru varðandi staðsetningu upplýsingamiðstöðvar og annað fyrirkomulag slíkrar stöðvar. 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00