Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

38. fundur 14. desember 2010 kl. 17:30 - 18:40

38. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi

1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. desember 2010 og

hófst hann kl. 17:30

Fundinn sátu:
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Anna Leif Elídóttir, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Guðríður Sigurjónsdóttir, varamaður
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður

Fundargerð ritaði: Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Fyrir tekið:

1.  1012071 - Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi
Verkefnastjóri gerði grein fyrir tillögum um merkingar á Akranesi; hjóla- og göngustíga og upplýsingaskilti víða um bæinn.
Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð Akraness að ráðist verði í verkefnið með hliðsjón af þeim tillögum sem kynntar hafa verið. Í verkefninu felst m.a. mat á umfangi merkinga, áfangaskipting þess og

mat á kostnaði.
2.  1012089 - Breiðin-menningarmiðstöð og náttúruperla
Verkefnastjóri kynnti tillögur um uppbyggingu á Breiðinni, hugmyndir um lista- og menningarmiðstöð og umhverfisátak.

Stjórn Akranesstofu fagnar fram komnum hugmyndum um menningarstarf

á Breið og vísar málinu til bæjarráðs Akraness til umfjöllunar og afgreiðslu.
3.  1012091 - Bæjarlistamaður Akraness 2011
Verkefnastjóri kynnti þær tilnefningar sem borist hafa um bæjarlistamann Akraness árið 2011, m.a. á vef Akraneskaupstaðar.
Stjórn Akranesstofu samþykkir útnefningu bæjarlistamanns Akraness árið 2011 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness. 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00