Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
39. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 1. febrúar 2011 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu:
Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Anna Leif Elídóttir, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Fundargerð ritaði: Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Fyrir tekið:
1. 1101145 - Félag ferðaþjónustuaðila á Akranesi
Greint var frá stofnun Félags ferðaþjónustuaðila á Akranesi.
Stjórn Akranesstofu fagnar stofnun félagsins og vonast eftir góðu samstarfi við félagið við uppbyggingu ferðaþjónustu á Akranesi.
2. 1101008 - Starfshópur um ferðatengda þjónustu
Formaður gerði grein fyrir áformum um stofnun starfshóps um uppbyggingu ferðaþjónustu.
Stjórn Akranesstofu tilnefnir Elsu Láru Arnardóttur í starfshópinn.
3. 1101201 - Akranesstofa-áherslur og verkefni
Formaður gerði grein fyrir fundum með bæjarstjóra og verkefnastjóra Akranesstofu þar sem ræddar voru áherslur og verkefni Akranesstofu.
4. 0903133 - Kútter Sigurfari
Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins en í undirbúningi eru fundir með ráðuneyti mennta- og menningarmála þar sem ræddar verða breytingar á samningi um varðveislu Kútters Sigurfara. Auk þess er stefnt að fundi með
oddvitum flokkanna, fulltrúum Hvalfjarðarsveitar og stjórn Akranesstofu þar sem málefni kúttersins og næstu skref verða rædd.
5. 1003173 - Bókasafn - lengri opnunartími
Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins en við afgreiðslu fjárhagsáætlunar var ekki talin ástæða til breytinga á opnunartíma bókasafnsins með því að heimila opnun á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00. Stjórn Akranesstofu óskar þess að bæjarráð endurskoði ákvörðun sína og heimili umrædda opnun enda myndi það gefa fjölmörgum bæjarbúum kost á að nýta sér þjónustu safnsins, m.a. þeim er sækja vinnu utan Akraness og komast því ekki í safnið m.v. núverandi opnunartíma.
6. 0901156 - Viskubrunnur í Álfalundi
Þorgeir spurði um fyrirætlanir meirihlutans um áframhald verkefnisins "Viskubrunnur í Álfalundi". Stjórn Akranesstofu ítrekar afstöðu sína um nauðsyn þess að verkefninu verði haldið áfram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:41.