Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

48. fundur 16. janúar 2012 kl. 16:30 - 18:18

48. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, mánudaginn 16. janúar 2012 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Ása Helgadóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

 

Fyrir tekið:

1. 1112097 - Byggðasafnið - starfsmannamál
Málin rædd. Verkefnastjóra falið að afla nánari upplýsinga fyrir næsta fund stjórnar.
   
2. 0810089 - Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum
Fyrirliggjandi erindi Safnaráðs dags. 20. ágúst 2010 varðandi athugasemdir við stofnskrá Byggðasafnsins. Forstöðumaður Byggðasafnsins hefur farið yfir athugasemdir og leggur þær fyrir stjórn Akranesstofu. Formanni, fulltrúa Hvalfjarðarsveitar og verkefnastjóra falið að skoða málið betur fyrir næsta fund.
   
3. 1112098 - Smiðjuvellir 9 - virðisaukaskattur á geymslu
Erindi Fasteignafélagsins Smiðjuvellir 9 ehf. varðandi húsaleigusamning á milli fasteignafélagsins og Byggðasafnsins. Umræðum frestað til næsta fundar þar sem afla þarf frekari gagna.
   
4. 1109132 - Fjárhagsáætlun 2012
Verkefnastjóri fór yfir tillögur við framlagningu fjárhagsáætlunar er snúa að starfsemi Akranesstofu.
A. Hugmyndir um skiptingu þeirra fjármuna sem ætlaðir eru til hátíðarhalda á vegum bæjarins. Stjórn Akranesstofu telur augljóst að þeir fjármunir sem ætlaðir eru til þessara verkefna séu það naumt skammtaðir að augljóst sé að það komi til með að hafa veruleg áhrif á umfang viðburða, sérstaklega Írskra daga.
B. Varðandi rekstur tjaldsvæðis er verkefnastjóra falið að afla frekari upplýsinga um rekstur svæðisins og leggja fyrir næsta fund.
   
5. 1109173 - Styrkir 2011- v/menningar, íþróttamála, atvinnumála o.fl.
Umsóknir um styrki fyrir árið 2011 vegna menningar, íþróttamála, atvinnumála og annara mála.
Norræna félagið. Erindi vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Hallbera, Bjarni Þór o.fl. Erindi vísað til Fjölskylduráðs til afgreiðslu, þar sem þetta er skólatengt verkefni.
Kristinn Pétursson/Verkefnið "Brjótum múra". Erindi vísað til Fjölskylduráðs til afgreiðslu, þar sem verkefnið tengist félagsþjónustu.
   
6. 1110277 - 70 ára afmæli Akraneskaupstaðar- afmælisnefnd
Lagt fram.
   
7. 1111018 - Bíóhöllin - endurnýjun sýningartækja
Fyrir liggur að sýningarbúnaður Bíóhallarinnar er orðinn það gamall að ekki verður hægt að sýna þar kvikmyndir að óbreyttu. Erindinu vísað til Framkvæmdaráðs þar sem verkefnið tengist viðhaldi tækja og búnaðar á vegum Eignasjóðs.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:18.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00