Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

52. fundur 25. apríl 2012 kl. 17:00 - 18:15

52. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, 25. apríl 2012 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:

Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Ása Helgadóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri


Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Andrés Ólafsson, fjármálastjóri Akraneskaupstaðar
Fyrir tekið:

 

1. 1204130 - Ársreikningur Byggðasafnsins 2011
Andrés fór yfir ársreikninga Byggðasafnsins fyrir árið 2011.  Stjórn Akranesstofu fjallaði um ársreikninginn og áritaði hann að því loknu. Heildartekjur eru 34 milljónir króna en heildargjöld 41.9 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarniðurstaða yrði neikvæð um 6.1 milljón króna en varð 8 milljónir króna. Mismunur skýrist fyrst og fremst af lífeyrissjóðsskuldbindingu, sem nemur samtals tæpum 1.7 milljónum króna, sem ekki var áætlað fyrir. Stjórn Akranesstofu leggur til við sveitarstjórnir eignaraðila safnsins að samþykkja ársreikninginn. Andrés vék af fundi kl. 17:30.


2. 1112097 - Byggðasafnið - starfsmannamál
Forstöðumaður lagði fram lista með nöfnum þeirra 8 einstaklinga sem sóttu um starf á Byggðasafninu, sem auglýst var nýverið. Forstöðumaður lagði einnig fram ráðningarsamning Guðmundar Sigurðssonar.


3. 1203204 - Bókasafn - erindi bæjarbókavarðar varðandi héraðsskjalasafn
Afgreiðslu málsins frestað. Verkefnastjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.


4. 1203207 - Garðakaffi - samningur um rekstur 2012
Stjórn Akranesstofu samþykkir samninginn og felur forstöðumanni safnsins að ganga frá samningum.


5. 0903133 - Kútter Sigurfari - staða mála
Formaður stjórnar Akranesstofu greindi frá fundi sem hann ásamt bæjarstjóra og verkefnastjóra átti með mennta- og menningarmálaráðherra og starfsfólki ráðuneytisins um málefni kúttersins þann 17. apríl sl. Ræddir voru ýmsir möguleikar varðandi varðveislu skipsins og var niðurstaða fundarins sú að ráðherra mun við fyrsta tækifæri kalla fulltrúa Þjóðminjasafnsins og eigenda skipsins til fundar ásamt sérfræðingum ráðuneytisins.


Jón Allansson yfirgaf fundinn kl. 17:57.


6. 1203206 - Tjaldsvæði- samningur um rekstur 2012
Verkefnastjóri fór yfir samningsdrögin og var falið að ganga til samninga við rekstraraðila tjaldsvæðisins með hliðsjón af þeim umræðum um breytingar sem fram fóru á fundinum. Verkefnastjóra falið að leggja fram tillögur að nýrri gjaldskrá fyrir tjaldsvæðið á næsta fundi stjórnar Akranesstofu.


7. 1204004 - Bæjarlistamaður Akraness 2012
Stjórn Akranesstofu ræddi tillögur um bæjarlistamann Akraness árið 2012. Málinu frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00