Stjórn Akranesstofu (2008-2013)
55. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, 13. júní 2012 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Guðríður Sigurjónsdóttir, varamaður
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Fundargerð ritaði: Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Fyrir tekið:
1. 1206085 - 17. júní 2012
Verkefnastjóri gerði grein fyrir undirbúningi og dagskrá 17. júní og þeirri dagskrá er snýr að kaupstaðnum í tengslum við Norðurálsmótið. Dagskráin er frá föstudegi til sunnudagsins 17. júní. Dagskrá hátíðarhaldanna má finna í heild sinni á vef Akraneskaupstaðar og hefur verið auglýst í Skessuhorni og Póstinum.
2. 1206086 - Írskir dagar 2012
Verkefnastjóri gerði grein fyrir undirbúningi og dagskrá Írskra daga. Verkefnastjóri mun senda drög að dagskrá til stjórnarinnar í næstu viku.
3. 1206107 - Bókasafn - aukafjárveiting vegna veikinda
Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40.