Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

2. fundur 28. febrúar 2000 kl. 20:00 - 22:00
FRAMKVÆMDASTJÓRN BYGGÐASAFNS AKRANESS OG NÆRSVEITA

Ár 2000, mánudaginn 28. febrúar kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í safnahúsinu.

Þessir komu til fundarins: Valdimar Þorvaldsson,
Anton Ottesen,
Jósef H. Þorgeirsson.

Auk þeirra sat, Jón Allansson forstöðumaður, fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Jón Allansson lagði fram fundargerð bæjarráðs Akraness, dags. 17. febrúar s.l. og bæjarstjórnar, dags. 22. febrúar s.l. þar sem samþykkt er að heimila bæjarstjóra að undirrita samninga, þ.e. verktakasamning um byggingu safnahúss, leigusamninga við Steinaríki Íslands og leigusamning við Landmælingar Íslands.

Nefndin leggur til að endurskoðuð verði gr. 3 í samningi um byggingu safnahúss og telur að greiða eigi aðgang að öllu safninu í einu.

Nefndin samþykkir að athuga þessi mál og koma saman til fundar 6. mars n.k.

2. Jón Allansson lagði fram bréf bæjarritara, dags. 27. janúar s.l., þar sem óskað er eftir því að stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita láti gera úttekt á kútter Sigurfara og meta kostnað við lagfæringar hans.

Nefndin telur sjálfsagt að gera þessa úttekt og felur forstöðumanni að ræða við Einar Mýrdal skipasmíðameistara um verkið.

Vert er að geta þess að ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun.

3. Jón gat þess að á Innra-Hólmi væri varðveitt gamla Axelsbúðin og væri illa farin. Til stendur að rífa húsið, en ef safnið hefur áhuga stendur húsið til boða.

Samþykkt að kanna málið milli funda.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Anton Ottesen (sign)
Valdimar Þorvaldsson (sign)
Jón Allansson (sign)




   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00