Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

13. fundur 20. september 2001 kl. 20:30 - 22:00

Ár 2001, fimmtudaginn 20. september kl. 20:30 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í nýbyggingu safnanna að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Jón Þór Guðmundsson, Jón Valgarðsson, Rögnvaldur Einarsson, Anton Ottesen, Sigurður Valgeirsson og Gísli S. Sigurðsson.

Auk þeirra sat Jón Allansson forstöðumaður fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Rætt um frekari framkvæmdir á lóð safnanna í samræmi við skipulagstillögu merktri 01.160, sem gerir ráð fyrir ?bryggju? fyrir bátana, flutningi á hjalli og bátaskýli, stakkstæði og trönum. Lausleg kostnaðaráætlun er upp á kr. 4.766.720.- 

Stjórnin samþykkir að mæla með því við eignaraðila að farið verði út í þessar framkvæmdir og bátastæðum verði snúið og verkið boðið  út.

2. Lagt fram bréf Þorsteins Þorleifssonar, dags. 20. ágúst 2001, ásamt uppgjöri frá endurskoðun  og Uppgjöri ehf. um kostnað við uppsetningu Steinaríkis. 

Samþykkt að vísa erindinu til eignaraðila.

3. Áskell Jónsson býður safninu að gjöf síðasta grásleppubátinn á Akranesi, sem ekki var vélknúinn.

   Safnið þykkur þessa gjöf með þökkum.

4. Lagt fram bréf frá minjaverði Vestfjarða, dags. 10. apríl 2001, um Merkigerði, en hann hvetur til þess að húsið verði gert upp ?með einhverju móti og friðað?.

Stjórnin telur ekki ástæðu til að flytja Merkigerðið að Görðum

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Rögnvaldur Einarsson (sign)
 Anton Ottesen (sign)
 Jón Þór Guðmundsson (sign)
 Jón Valgarðsson (sign)
 Sigurður Valgeirsson (sign)
 Gisli S. Sigurðsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00