Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)
Ár 2001, mánudaginn 10. desember kl. 20:30 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.
Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Anton Ottesen, Gísli S. Sigurðsson, Sigurður Valgeirsson og Jón Þór Guðmundsson.
Auk þeirra sat, Jón Allansson, fundinn.
1. Þetta gerðist:
Jón Allansson gerði grein fyrir lántöku vegna byggingar Safnaskálans að fjárhæð kr. 20.000.000.- til 8 ára með samtals 9% ársvöxtum. Jafnframt er eldra lán að fjárhæð kr. 40.000.000.- lengt til 8 ára en var áður til 5 ára.
Stjórn safnsins undirritaði lánsskjöl. Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Valdimar Þorvaldsson (sign)
Gísli S. Sigurðsson (sign)
Jón Þór Guðmundsson (sign)
Anton Ottesen (sign)
Sigurður Valgeirsson (sign)
Jón Allansson (sign)