Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

17. fundur 23. janúar 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002,  miðvikudaginn 23. janúar kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson, Anton Ottesen, Jósef H. Þorgeirsson, Jón Valgarðsson, Jón Þór Guðmundsson, Sigurður Valgeirsson, Gísli S. Sigurðsson og Steinunn Björnsdóttir.
 Auk þeirra sat Jón Allansson fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Til fundarins kom Björn G. Björnsson hönnuður og gerði grein fyrir hugmyndum sínum og uppdráttum af fyrirhuguðu íþróttasafni í Safnaskálanum.

Góður rómur var gerður af máli Björns.

2. Þessu næst gerði Björn grein fyrir endurskoðaðri kostnaðaráætlun.

3. Samþykkt er samhljóða í nefndinni að framkvæma í samræmi við framlagðar hugmyndir.

4. Jón Allansson lagði fram og gerði grein fyrir samningi milli safnsins og Listar og sögu ehf.  Ákveðið var að fella niður síðari málsgrein annarrar greinar í samningnum.

Samningurinn samþykktur svo breyttur.

5. Rætt um skrifstofuherbergi í Safnaskálanum en þangað inn er komið safn gamalla skrifstofumuna sem þó tilheyra ekki safninu.  Nefndin hefur ekki ráðstafað þessu herbergi og formanni er falið að kanna málið.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Jón Valgarðsson (sign)
 Sigurður Valgeirsson (sign)
 Anton Ottesen (sign)
 Steinunn Björnsdóttir (sign)
 Jón Þór Guðmundsson (sign)
 Gísli S. Sigurðsson (sign)
 Björn G. Björnsson (sign)

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00