Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

30. fundur 28. janúar 2004 kl. 20:00 - 22:00

 

Ár 2004, miðvikudaginn 28. janúar kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.


Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Jón Gunnlaugsson,
 Jóna Adolfsdóttir,
 Sigurður Sverrir Jónsson,
 Marteinn Njálsson.

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Drög að deiliskipulagi kirkjugarðs. 

Stjórnin ræddi málið rækilega og tekur heilshugar undir bókun sem var gerð á fundi framkvæmdastjórnar safnsins hinn 21. janúar s.l.

 

2. Samstarfssamningur vegna Safnasvæðisins að Görðum.

Jón Allansson gerði grein fyrir drögum að samstarfssamningi og þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru.  Samningurinn verður afgreiddur á næsta fundi.  Stjórnin álítur að eldri samningur gildi þar til nýr samningur hefur verið gerður.

 

3. Samningur um sérfræðivinnu að markaðsmálum v/Safnasvæðis.

Jón lagði fram drög að samningi við M2-ráðgjöf ehf. (Magnús Magnússon)  Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi drög.

 

4. Kynntar fyrirhugaðar tengingar og aðkoma inn á Safnasvæðið.

 

5. Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjórn að kanna möguleika á frekari uppbyggingu Safnasvæðisins að Görðum.

 

6. Geymslumál

Jón greindi frá því að Tölvuþjónustan hafi tjáð sér að safnið fái afnot af geymslu þeirra enn um sinn.

 

7. Rætt um að taka fjárhagsáætlun safnsins til endurskoðunar, enda hafi forsendur tekið breytingum vegna styrkja, m.a. af fjárlögum.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Sigurður Sverrir Jónsson (sign)
 Marteinn Njálsson (sign)
 Jóna Adolfsdóttir (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00