Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)
Ár 2004, fimmtudaginn 15. apríl kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til aðalfundar í Safnaskálanum að Görðum.
Til fundarins komu:
Sveinn Kristinsson,
Jósef H. Þorgeirsson,
Jóna Adolfsdóttir,
Ása Helgadóttir,
Marteinn Njálsson,
Sigurður Sverrir Jónsson.
Auk þeirra sat Jón Allansson forstöðumaður, fundinn.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Jóhann Þórðarson endurskoðandi, mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningum safnsins fyrir árið 2003. Á eftir svaraði Jóhann fyrirspurnum fundarmanna.
2. Vignir Jóhannsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir hugmyndum sínum um framtíðarskipulag safnasvæðisins að Görðum. Var góður rómur gerður að máli Vignis og ákveðið að afgreiða málið á næsta fundi.
3. Jón Allansson lagði fram ársskýrslu safnsins fyrir árið 2003 og skýrði hana og svaraði fyrirspurnum.
4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.
Vegna opinberra styrkja sem eru kr. 12.000.000.- þarf að breyta fjárhagsáætlun og færa þessar tekjur inn á viðeigandi liði.
5. Jón lagði fram drög að Viðburðaveislu 2004. Gert er ráð fyrir 7 viðburðum á tímabilinu 29. maí til 11. júlí og e.t.v. von á frekari viðburðum.
6. Jón lagði fram samstarfssamning vegna Safnasvæðisins að Görðum.
Samingurinn samþykktur og formanni heimilað að undirrita hann.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)
Sverrir Jónsson (sign)
Ása Helgadóttir (sign)
Jóna Adolfsdóttir (sign)
Marteinn Njálsson (sign)
Jón Allansson (sign)