Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)
Ár 2004, föstudaginn 5. nóvember kl. 18:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.
Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
Jósef H. Þorgeirsson,
Jóna Adolfsdóttir,
Ása Helgadóttir,
Sverrir Jónsson,
Marteinn Njálsson,
Hallfreður Vilhjálmsson.
Auk þeirra sat Jón Allansson forstöðumaður fundinn.
1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.
Jón Allansson ræddi drög að fjárhagsáætlun og gerði grein fyrir tilfærslum milli liða. Niðurstöður eru sömu. Rætt um fasteignagjöld af húseignum safnsins og ákveðið að kanna fyrirkomulag þeirra mála í öðrum sveitarfélögum.
Samþykkt að vísa áætluninni til eignaraðila.
2. Endurskoðuð safnastefna.
Safnastefnan rædd rækilega og lítisháttar breytingar gerðar á uppkastinu.
Málið verður afgreitt á næsta stjórnarfundi.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Sveinn Kristinsson (sign)
Sverrir Jónsson (sign)
Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
Ása Helgadóttir (sign)
Jóna Adolfsdóttir (sign)
Marteinn Njálsson (sign)
Jón Allansson (sign)