Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

35. fundur 11. desember 2004 kl. 16:00 - 18:00

Ár 2004, laugardaginn 11. desember kl. 16:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.


Til fundarins komu:           Sveinn Kristinsson, Jóna Adolfsdóttir, Ása Helgadóttir, Sigurður Sverrir Jónsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Jón Gunnlaugsson, Valdimar Þorvaldsson og Marteinn Njálsson.

Auk þeirra sátu Jón Allansson og Guðmundur Sigurðsson fundinn.


 Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Guðmundur Sigurðsson greindi frá hugmynd sinni um Garða sem landnámsbæ, þ.e.a.s. Garðalandsnámsbær yrði þyrping húsa, umgjörð utun um lifnaðarhætti sem kunna að hafa verið frá landnámi yfir 1000 ár.

Málið rætt og verður tekið aftur upp síðar.

 

2.  Söfnunarstefna safnsins, lítisháttar breytingar hafa verið gerðar. 

Stjórnarmenn ræddu um söfnunarstefnuna og samþykktu hana síðan.

 

3. Önnur mál.

Svarbréf Akraneskaupstaðar varðandi fasteignagjöld Byggðasafnsins, þar sem kemur fram að Akraneskaupstaður hefur ekki lagt á fasteignaskatt á byggingarnar, heldur gjöld lögð á vegna sorphirðugjalda kr. 58.660.- og vatnsgjalda kr. 214.603.- 

Samþykkt að Jón kanni hvort Orkuveitan geti lækkað vatnsgjöldin.

 

4.       Styrkir til safnsins árið 2005:

         Íþróttasafn Akraness                     kr.       1.000.000

         Móturbáturin Sæljón                      kr.          500.000

         Steinaríki Íslands                           kr.       3.000.000

         Stúkuhús Akraness                       kr.       3.000.000

         Útsýnissvæðið að Görðum           kr.       1.000.000

                              Samtals                    kr.       8.500.000

 

5.  Bréf frá forstöðumanni Listasetursins að Kirkjuhvoli þar sem sótt er um 100.000.- kr. styrk til að minnast 100 ára ártíðar Jóns M. Guðjónssonar.

Forstöðumanni falið að ræða við bréfritara.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 

Valdimar Þorvaldsson (sign)

Marteinn Njálsson (sign)

Sigurður Sverrir Jónsson (sign)

Hallfreður Vilhjálmsson (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)

Jón Allansson (sign)

Jón Gunnlaugsson (sign)

Jóna Adolfsdóttir (sign)

Ása Helgadóttir (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00